Össur vill uppgjör í Samfylkingunni

Flokkseigandi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, fær hroll þegar hann les að hægraframboð Benedikts J. og Sveins Andra tekur allt að þriðjunginn af fylgi Samfylkingarinnar og var það þó lítið fyrir, eða 12,9%.

Gísli Baldvinsson, stundum kallaður Gössur, bloggar einatt fyrir Össur (t.d. þegar Össur tekur ritstjórastólinn af Davíð Oddssyni, fyrst árið 2011 og afhenti Steina Páls og aftur um daginn og gaf Þjáli Magnússyni). 

Gísli bloggar um stöðu Samfylkingar í ljósi nýja ESB-framboðsins og segir

Það er verulegt áfall fyrir Samfylkinguna að rúmlega þriðjungur af þeim 13% sem þá kusu Samfylkinguna ætla ekki að gera það aftur. Stjórnmálaflokkar hafa farið í sjálfskoðun af minna tilefni.

Já, hvernig er það með Samfylkinguna. Hún þorði ekki að ræða fylgishrunið eftir síðustu kosningar, þegar flokkurinn minnst tvo þriðju hluta kjósenda sinna, og ekki heldur þegar flokkurinn stefnir í eins stafs tölu. Hversu smár getur einn flokkur orðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hér er ekki til umræðu hvað Össur hefur leitt yfir þjóðina,en gjörðir hans eru nú að koma niður á Samfylkingunni,sem er í bútum og er Össur guðfaðir eins þeirra. Fer hann ekki að beita sér fyrir sameiningu þeirra aftur, gerast einskonar stækkunarstjóri,eins og Füle.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2014 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband