Össur auglýsir Þorstein Pálsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og über-plottari Samfylkingarinnar reynir að byggja brýr til ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum. Bloggarinn Gísli Baldvinsson er eins og oft áður tilboðsberi Össurar. Gísli skrifar í hádeginu að Davíð Oddsson hætti í sumar sem ritstjóri Morgunblaðsins og Þorsteinn Pálsson taki við en hann er aðildarsinni og var einu sinni sjávarútvegsráðherra.

Gössur býður sjálfstæðismönnum upp á eftirfarandi viðskipti: Samfylkingin fellur frá breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og þið styðjið okkur í að koma Íslandi í Evrópusambandið.

Bönker-mentalítetið er orðið slíkt hjá Samfylkingunni að forysta fattar ekki gjörtapaða stöðu. Gössur veldur aulahrolli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bönker-mentalítetið er sambærilegt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hannes fattar ekki að hann er Baugur.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/landsbankinn-borgadi-fyrirtaeki-hannesar-fyrir-atak-er-verid-ad-leka-gognum-ur-bankanum

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Bútasalan hjá Samfylkingunni á einu af stærstu loforðum sínum! Eða selja þeir loforðin 2 svar 3svar.,sumir gera allt í leynum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2011 kl. 14:55

3 identicon

Tekur einhver mark á þessum aldraða fretkarli...????

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:01

4 identicon

Er verið að leka gögnum úr Landsbankanum? Bankaleyndin heldur þeim saman: Davíð og Össuri.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:07

5 identicon

Ef Þorteinn Pálsson kemur nálægt Morgunblaðinu,segi ég honum upp og geng úr Sjálfstæðisflokknum.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 16:43

6 identicon

Skrýtið hvað allt þetta samfylkingarfólk talar út í eitt að styrkja þurfi ríkisstjornina svona eða hinsegin. Alltaf er það gert með þeim formerkjum að Samfylking sé innan stjórnar. Flokkurinn sá er búinn að sitja í stjórn í heilt kjörtímabil, fjögur ár, reyndar í þremur ríkisstjornum, og alltaf tekist að klúðra með óbilgirni og rangri ákvörðunartöku.

það er kominn tími til að Össur fari að njóta ávaxtanna sem hann hlaut þegar hann seldi SPRON stofnfjárbréfin sín á gráa markaðinum, bréfin sem hann nota bene fékk gefins, og enginn maður fær skilið hvers vegna honum datt í hug að selja á þeim tímapunkti, því eins og Össur sjálfur sagði í rannsóknarskýrslunni, þá hefur hann ekkert peningavit. Hann verður bara að leggja drauminn um commisar starf í Brussel þegar líður að eftirlaunaaldrinum á hilluna, og fá sér sumarbústað í Vaðnesinu eins og annað fólk. Það þarf að kjósa aftur til alþingis, og vona að þá náist endanlega að hreinsa þetta fólk út af þingi sem hefur ekkert þar að gera, fólk sem er búið að valda miklum skaða á íslensku samfélagi með óráðssíu og röngum ákvörðunum.

joi (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband