Hratt hrun betra en hægfara stórslys

Ísland tók hrunið út hratt og örugglega með gjaldþrotum banka og skuldsettra fyrirtækja. Til muna er farsælla að klára hrun hratt og ákveðið fremur en að lengja í hengingarólinni.

Evrópskir bankar fóru ekki í gjaldþrot og þess vegna eru lánabækur þeirra sneisafullar af ónýtum lánum sem aftur koma í veg fyrir ný lán og það veldur samdrætti í efnahagsstarfsseminni.

Seinna á árinu fara evrópskir bankar í álagspróf. Á meðan er hagkerfið í kreppu og atvinnuleysi á evru-svæðinu er yfir 12 prósent að meðaltali. Íslensk fyrirtæki mala eigendum sínum og starfsmönnum hagnað og hækkandi laun. 

Til að taka út kreppu hratt og skilvirkt þarf eigin gjaldmiðil og sjálfstæða efnahagspólitík. Ísland býr að hvorutveggja en ekki  evru-löndin 18. Þeirra efnahagskerfi er hægfara stórslys.


mbl.is Hagnaður fyrirtækja aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ó þetta var indælt hrun!

Wilhelm Emilsson, 21.4.2014 kl. 23:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ódæla Evran veldur atvinnuleysi, en krónan knýr áfram hagsæld fyrir land og lýð.

Þannig hljóða sannleiksorð annars í páskum.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2014 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband