Árni Páll, hrokinn og valkvæða heimskan

Formaður Samfylkingar stundar valkvæða heimsku þegar hann segir, líkt og margir ESB-sinnar, að íslenskur almenningur geti ekki mótað sér skoðun á Evrópusambandinu fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir.

Árni Páll og ESB-sinnar gefa sjálfum sér fulla heimild til að hafa þá skoðun að aðild að ESB sé eftirsóknarverð um leið og þeir vísa mótbárum gegn aðild á bug með þeim rökum að ,,samningur liggur ekki fyrir."

Allar upplýsingar um Evrópusambandið liggja fyrir sem og saga sambandsins, yfirstandandi kreppa og framtíðarhorfur. Ekkert þessara atriði myndi breytast þótt 300 þúsund Íslendingar gerðu aðildarsamning við  500 milljóna manna Evrópusamband.

 

 


mbl.is „Vitum hvað Evrópusambandið er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við þetta er engu að bæta,en samt skal þessi reitur ekki verða auður. Ríkisstjórnin verður að draga umsóknina til baka.Þar er "samningurinn sem liggur fyrir"

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2014 kl. 22:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt. Gott innlegg hjá Einari Kristni þegar hann áréttar að það sé merkilegt að esbsinnum þyki það mest um vert að reyna að komast sem mest má frá reglum og valdboði ESB, í því sé sigurinn falin, merkileg umræða það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2014 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband