Menntun, rekstur og rugl

Fréttir um að Menntaskólinn Hraðbraut boði endurkomu sína í skólasamfélagið vekja hroll. Skólanum var lokað á sinum tíma vegna þess að pottur var brotinn bæði í faglegum rekstri og í fjármálum skólans. Í frétt RÚV frá sumrinu 2012 segir frá skýrslu Ríkisendurskoðunar

Samkvæmt því var margt athugavert við reksturinn eins og að Hraðbraut hafi fengið 192 milljónir króna frá ríkinu umfram það sem honum hafi borið á árunum 2003 til 2009. Skólinn hafi greitt 82 milljóna króna arð til eigenda á sama tíma og auk þess hafi aðilar sem tengdust rekstrinum fengið 50 milljóna króna lán.

Ríkið getur ekki í einu orðinu hvatt til aðhalds og skynsemi í meðferð opinberra fjármuna en í hinu borgað með rekstri sem sannanlega heldur ekki máli.

Skólastarf, þar sem arður til einkaaðila er í fyrirrúmi, er ekki rétta áherslan í menntastefnu stjórnvalda.


mbl.is Vill bjóða Hraðbraut á ný í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband