Aldir Íslandssögunnar

Þjóðveldisöld er lengsta öld Íslandssögunnar, frá stofnun alþingis 930 til Gamla sáttmála um miðja 13du öld. Á undan þjóðveldisöld var skemmsta öldin, kennd við landnám, og er um sextíu ár.

Á eftir þjóðveldisöld er norska öldin þegar Ísland var hluti af veldi sem náði frá Grænlandi yfir Færeyjar, Orkneyjar, Hjaltlandseyjar og Noreg. Enska öldin og sú þýska tóku við norsku öldinni. Frá byrjun 15du aldar til loka þeirrar 16du var býsna fjörug utanríkisverslun við stórþjóðir Evrópu þótt Ísland tilheyrði Kalmarsambandinu lengst af með konung sinn í Kaupmannahöfn.

Konungsvaldið danska náði yfirhöndinni gagnvart enskum fiskimönnum og þýskum kaupmönnum, stofnaði til einokunar 1602. Ísland var einangrað hjáríki evrópsks smáríkis í tvær aldir, 17du og 18du, og þær aldir taldar þær myrkustu í sögunni.

19da öld er endurreisnaröld og sú 20sta sjálfstæðisöld. Þökk sé afturköllun ESB-umsóknar á næstu dögum verða mistökin með Gamla sáttmála ekki endurtekin í bráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gamli sáttmáli var afleiðing en ekki orsök. Sáttmálinn var afleiðing óbærilegs ástands, sem höfðingjar landsins höfðu leitt yfir þjóðina í versnandi árferði með skelfilegri óöld og rányrkju.

Landsmenn gátu ekki lengur haldið uppi siglingum til og frá landinu.

Eini ljósi punkturinn í myrkri Sturlungaaldar var ritun ómetanlegra bókmennta, sem urðu grundvöllurinn að endurheimt sjálfstæðis okkar.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 11:17

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta eru allt seinni tíma nafngiftir. Og ekkert klippt og skorið neitt. Það væri miklu frekar að tala um Kaþólsku/rómar öldina. Vegna þess að það að Ísland gerðist aðili að kristnisambandi Evrópu - það hafði þó gríðarleg og merkjanleg áhrif. Ísland fékk meir að segja veigamiklar undanþágur við aðild. Veigamiklar undanþágur. (Sem innbyggjar lögðu síðan niður sjálfir eftir að þeir siðvæddust smá saman svo sem undanþáguna um barnaútburð.)

Varðandi svokallaða ,,einokun" uppúr 1600 - þá er það seinni tíma mýta mestanpart.

Það voru íslendingar sem vildu einokunarfyrirkomulag. Framsóknarmenn og heimssýnarmenn þess tíma heimtuðu einokun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2014 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband