Þriðjudagur, 11. mars 2014
Steingrímur J. er höfundur ESB-ófriðarins
Svik VG undir formennsku Steingríms J. Sigfússonar 16. júlí 2009 eru höfuðorsök ófriðarins um Evrópumál. Vegna svika þingmanna VG var send til Evrópusambandsins umsókn sem ekki endurspeglaði vilja alþingis og enn síður þjóðarinnar.
Steingrímur J. vill núna þjóðaratkvæði til að skera hann úr snörunni. Af því verður ekki í bráð.
ESB-sinnar eins og Steingrímur J. verða að berjast fyrir sannfæringu sinni, ekki eins og úlfur í sauðgæru, heldur eins og nátttröll á berangri í dagsljósi. Verði Þistilfjarðarpilti að góðu.
Þingfundi slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alltaf eitthvað allt annað þegar honum er bent á yfirlýsingar sínar frá því (ógilda!) umsóknin flaug með Össuri til Brussel. Óli B.þingmaður Sjálfstæðisflokks mynnti hann á,hvað hann sagði á þeim tíma,(efnislegsa) um að það væri þá hægt að draga umsóknina til baka. Það var þá ekki sambærilegt hjá Steingrími,ef og hefði bla.bla,bla.
Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2014 kl. 21:12
ja hann er orðin margfaldur i roðinu maðurinn sá , Hann hr. bla ..bla ..bla !
rhansen, 11.3.2014 kl. 21:19
Nei. Það er heimssýn og Davíð Oddsson ásamt 2-3 sérhagsmunaklíkum hér uppi í fásinni.
Allur meginþorri þjóðarinnar vill fá að kjósa um Aðildarsamning að Sambandinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2014 kl. 00:18
Ómar Bjarki, það er enginn "samningur" bjáninn þinn, einungis aðlögun. Hversu heimskir geta menn verið?
Kristján Þorgeir Magnússon, 12.3.2014 kl. 01:38
Reyndar hef ég aldrei séð á hinum íslenska ritvelli stjórnmálanna annan eins ófriðarmann og Pál Vilhjálmsson, með ósvífnum ögrunum og ásökunum sem vart eiga sinn líkan og sem engin leið er að svara, svo sem um landráð og þjóðsvik og haug af hreinum og beinum ósannindum.
Enginn á opinberum vettvengi í langan tíma getur toppað það haug sem Páll lætur eftir sig. Páll Vilhjálmsson sem einhverra hluta vegna átti aðeins tvö markmið frá því hann birtist fyrst í spjallþætti Egils Helgasonar í sjónvarpi. Annarsvegar að nota hvert augnablik sem gafist til að vegsama og upphefja Davíð Oddsson og til að auka vegsemd hans að vega meinta andstæðinga — og svo hinsvegar að ófrægja Evrópu og ESB með öllum meðölum og lang oftast með hreinum ósannindum.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.3.2014 kl. 02:55
... og Kristján, þið haldið lýginni áfram — en hversvegna eru þið svona ofboðslega hræddir við að við fáum úr þessu skorið og klárum samninginn? —Er ekki rétt hjá mér að þið vitið uppá ykkur lýgina og þorið ekki fyrir nokkurn mun að leyfa þjóðinni að sjá niðurstöðunar sem myndu opinbera hana?
Helgi Jóhann Hauksson, 12.3.2014 kl. 02:58
Helgi. Það sem er í boði, er rúmlega 100.000 blaðsíðna regluverk ESB, sem engar undanþágur eru frá. Embættismenn ESB hafa sjálfir lýst því yfir og leiðréttu meira að segja froðuna í fyrrum utanríkisráðherra á frægum blaðamannafundi.
Kristján Þorgeir Magnússon, 12.3.2014 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.