Mánudagur, 10. mars 2014
Minnihlutinn kúgar ekki meirihlutann
Samfylking (12,9%) er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Formaður flokksins er svo illa gáttaður eftir pólitískar hrakfarir sl. vor að hann reynir að gera jafnaðarmannaflokkinn, sem Samfylkingin var stofnuð til að vera, að frjálshyggjuflokki.
VG (10,9%) er næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þingmenn flokksins hafa verið afhjúpaðir við að brjóta eiðstaf, sem þingmenn gefa að viðlögðum drengskap, og kosið gegn sannfæringu sinni í þágu pólitískra hrossakaupa.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar getur ekki beygt sig fyrir þeirri pólitísku ruslahrúgu sem stjórnarandstaðan á alþingi er. Pólitískt og siðferðilegt lögmæti ríkisstjórnarinnar er í húfi enda ESB-málið algert prinsippmál.
Fundur formanna fyrirhugaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.