Fimmtudagur, 27. febrúar 2014
Lýðræðið 2009 og lýðræðið 2014
Í kosningunum vorið 2009 fengu tveir flokkar meirihluta á alþingi, Samfylking með tæp 30 prósent fylgi og VG með 22 prósent fylgi. Í kosningabaráttunni boðaði Samfylkingin að aðild að Evrópusambandinu en VG hélt þeirri stefnu á lofti að Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins.
Þegar aðeins einn flokkur á alþingi, með tæplega 30 prósent fylgi, vildi inn í Evrópusambandið hefði verið eðlilegt að spyrja almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira en 76 prósent þjóðarinnar vildi fá tækifæri til að segja álit sitt á því hvort ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
En það var ekki hlustað á þjóðina og meirihlutinn á alþingi, sem myndaður var með svikum þingmanna VG við stefnu flokksins og nýgefin kosningaloforð, samþykkti með naumum meirihluta að senda umsókn til Brussel.
Í ár ætlar nýr meirihluti á alþingi að bæta fyrir þann lýðræðisbrest sem varð 16. júlí 2009 þegar ESB-umsóknin var án umboðs send til Brussel. Stjórnarflokkarnir báðir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, buðu fram skýra og ótvíræða stefnu um að ferlinu inn í ESB skyldi hætt og ekki endurvakið án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samfylkingin, sem fékk 12,9% fylgi í síðustu kosningum, reynir með öllum tiltækum ráðum að meirihlutavilji þjóðarinnar nái fram að ganga á alþingi. Orðsöfnuður og frammistaða þingmanna Samfylkingar sýnir að forysta flokksins skilur ekki grundvallarreglur lýðræðisins, hvorki 2009 né 2014.
Lýðræðið að engu gert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðalatriðin í stuttri samantekt. Takk fyrir það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 18:12
Já - Páll góður að vanda !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.