Þriðjudagur, 25. febrúar 2014
Aðeins 26,2% þjóðarinnar vill ESB-aðild
Aðeins rúmlega kjörfylgi Samfylkingar (12,9%) og Bjartrar framtíðar (8,2%) vill aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnun Stöðvar 2/Fréttablaðsins eru 26,2 prósent landsmanna fylgjandi ESB-aðild á meðan 48,2 prósent eru andvíg aðild.
Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um könnunina kemur fram að
andstaðan við inngöngu í ESB er langmest á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þar eru 75,6% stuðningsmanna andvígir inngöngu í ESB en 9,9% styðja hana. Ekki var jafn mikil andstaða við inngönguna í ESB á meðal kjósenda Framsóknarflokksins. Þar sögðu 61,5% stuðningsmanna á móti inngöngu í bandalagið en 19,2% studdu það. Þá voru 46,7% stuðningsmanna VG á móti aðild Íslands að ESB en 20% fylgjandi því.
Málið leit öðruvísi við í hinum flokkunum þremur á þingi. Þar studdu 58,2% stuðningsmanna Samfylkingarinnar aðild Íslands að ESB, 47,8% stuðningsmanna Bjartrar framtíðar og 46,7% Pírata.
Samfylkingin tapað kosningunum sl. vor. Kjarninn í stjórnarstefnu Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili var að gera Ísland að ESB-ríki. Afhroð Samfylkingar, flokkurinn fór úr tæplega 30 prósent fylgi 2009 niður í 12,9% sl. vor, getur ekki falið annað í sér en að horfið sé frá þeirri stefnu sem flokkurinn boðaði. Annað er beinlínis ólýðræðislegt.
Mótmælt annan daginn í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erfitt að átta sig á hvort þetta fólk er að mótmæla námsmannakjörum eða ákvörðun um að rjúfa viðræður við ESB. Á myndinni eru allavega Stúdentar að mótmæla sínu auglýsta málefni.
Það ber kannski vott um tækifærismennsku ESB sinna að blanda sér í þann hóp og eigna sér samkvæmið.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 18:54
Þessar tölur koma ekki á óvart - nema ég reiknaði með að það væru ekki nema svona 1-3 % kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem styddu inngöngu í Evrópusambandið.
Ég hef þá trú að eftir svona 1 ár þegar menn hafa kynnt sér staðreyndir um hvað felst raunverulega í inngöngu í ESB og moldviðri það sem fullveldisafsalsmenn hafa feykt upp hefur sest þá sjá menn hinar alvarlegu lygar um að semja sig inn í undanþágur sem sjá má síðan í „pakkanum” í lokin.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.