Eyjan verður Baugsmiðill - en hvaða flokkspólitík?

Björn Ingi Hrafnsson og Jón Ásgeir Jóhannesson kölluðust á þegar Björn Ingi var við það að selja auðlindir Orkuveitu Reykjavíkur til viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs. Nú skal að nýju lagt í púkk og Samfylkingar-Eyjan verður hluti af fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs.

Björn Ingi hefur upp á síðkastið reynt að framsóknarvæða Samfylkingar-Eyjuna en gengur hálf illa að þjóna tveim herrum.

Baugsmiðlar eru frá baráttunni um fjölmiðlalögin fyrir áratug rótfastir samfylkingarmegin í tilverunni og þá eru Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson taldir með. 

Samfylkingin er aðeins með 12,9 prósent fylgi og ömurlegar framtíðarhorfum þar sem eina máli flokksins, ESB-umsókninni, verður slátrað fyrir a.m.k næstu þrennar þingkosningar.

BaugsEyjan verður að finna sér nýjan flokka að hanga utan í.


mbl.is Kallar Jón Ásgeir „hvítflibbaglæpamann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"og þá eru Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson taldir með"

Hah. Fyndið vegna þess að það er satt. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2014 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband