Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Hanna Birna fær stuðningsyfirlýsingu kjósenda
Samkvæmt skoðanakönnun telur almenningur málaflokk innflytjenda best kominn í höndum Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í umboði þingflokks Sjálfstæðisflokksins ráðherra innflytjendamála.
Tilraunir niðurrifsafla með DV og RÚV sem fjölmiðlaverkfæri til að grafa undan tiltrú innanríkisráðherra gefa ekki betri raun en svo að aðeins fimmtán til tuttugu manns höfðu fyrir því að standa mótmælafund við ráðuneytið í dag.
Svokallað ,,lekamál" er stormur í vatnsglasi DV og RÚV.
Sjálfstæðisflokkur leiði í innflytjendamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll - sem jafnan / og aðrir þínir gestir !
Lekamálið - er þó til marks um vanmáttuga tilraun og viðleitni íslenzkrar Alþýðu - til þess að andæfa kúgun- og siðlausu ofríki ísl. stjórnsýslu síðuhafi góður.
Því fyrr - sem Ísland kemst undir löngu tímabær Kanadísk og Rússnesk yfirráð / því betra Páll minn.
Viðbjóðsleg framganga - ALLRA flokkanna 5 (A B D S og V) er EKKI nokkru sæmilega skynugu fólki bjóðandi !!!
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 15:11
Var það ekki Mogginn sem fyrst birti þessa skýrslu. Þú ert Páll að verða mjög kjánalegur í skrifum.
Baldinn, 13.2.2014 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.