Föstudagur, 24. janúar 2014
Almenningur stærsti fjármagnseigandinn
Almenningur myndi tapa mest á ótímabæru afnámi verðtryggingar. Í gegnum lífeyrissjóði eru launþegar stærsti fjármagnseigandinn á Íslandi. Verðtrygging þjónar því hlutverki að lántakendur borgi tilbaka þá fjárhæð sem þeir tóku að láni, auk vaxta.
Fyrir daga verðtryggingar voru vextir neikvæðir; þeir sem tóku lán borguðu ekki nema hluta til baka og lánveitandinn sat uppi með tapið.
Í umræðunni er málum iðulega stillt þannig upp að verðtrygging sé í þágu banka og kapítalista. Því fer fjarri. Verðtryggingin er í fyrsta lagi til að tryggja launþegum lífeyrisgreiðslur í framtíðinni. Í öðru lagi er verðtrygging efnahagsleg kjölfesta með því að hún dregur úr freistnivandanum sem okkur er allof tamur, að lifa um efni fram og treysta á aðrir borgi reikninginn.
Takmarka verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.