Unnur Brá og Vigdís kunna utanríkismál

Hagsmunir Íslands eru í nærumhverfi okkar og nátengdir næstu grönnum, Grænlendingum og Færeyingum. Vestnorræna ráðið, sem er vettvangur þjóðþinga þessara standríkja, hvetur til myndunar vestnorræns efnahagssvæðis með fríverslun sem meginmarkmið. Ríkisstjórnin hlýtur að taka hvatninguna til sín enda í samræmi við stjórnarsáttmálann.

Áhersla Íslands í utanríkismálum á að vera á þeim heimshluta sem við búum í, Norður-Atlantshafinu, en ekki á meginlandi Evrópu, líkt og í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig.

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður er formaður Vestnorræna ráðsins. Einnig situr í ráðinu Vigdís Hauksdóttir þingmaður. Unnur Brá er fyrrverandi varaformaður Heimssýnar og Vigdís er núverandi formaður félagsins sem lagði grunninn að uppgjörinu við Brusselstefnu vinstristjórnarinnar.

Unnur Brá og Vigdís eru fulltrúar framtíðarstefnu Íslendinga í utanríkismálum.


mbl.is Vilja stofna vestnorrænt efnahagssvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já miklir hagsmunir... stórríkin færeyjar og grænland   LOL

Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2014 kl. 08:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Yfirlætið fer þér ekki vel SL & HV,sem ert farinn að sýna útlendingum,sem þú/(þið) hingað til hefur haft mikið dálæti á. Eftir hverju er ESB að slægjast,?

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2014 kl. 09:15

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB er ekki að slæjast eftir neinu. Enda sótti Ísland um aðild. Það er mikið um að slægjast fyrir okkur að ganga í ESB. Betri lífskjör sem dæmi.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2014 kl. 09:41

4 identicon

Ísland sótti aldrei um aðild, það var stjórnmálafólk sem sótti um aðild. Bara þótt einhver sé kosinn á þing, þýðir ekki að viðkomandi vilji það sama og fólkið sem kaus viðkomandi.

ESB var stofnað til að sameina evrópu til að hindra Þýskaland í að níðast á öllum hinum, það er það sem ESB slægjist eftir, burt séð frá því hvað það þýðir öllum þessum áratugum seinna.

Kynntu þér European Stability Mechanism Treaty, ef þú hefur áhuga á að sjá ódemókratísku hliðina á ESB.

Og ekki bara segja LOL, hugsandi fólk tekur það ekki alvarlega.

H. Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 11:31

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svokallaða "ódemókratíska" hliðin af ESB er ekkert miðað við það ódemókratíska lýðræði sem er í gangi hér á landi.

Nú er ríkisstjórnin að svipta þjóð sinni réttinn til þess að kjósa um ESB samninginnn í þjóðaratkvæðisgreiðslu.... það gerist ekki ólýðræðislegra en það.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2014 kl. 13:11

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

S&H, þessi ríkisstjórn var reyndar kosin út á andstöðuna við ESB. Flokkurinn sem aðeins hefur ESB aðild á sinni málefnaskrá fékk 12,9%.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2014 kl. 16:05

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er Björt framtíð þá ekki með ESB á dagskrá eða? Ertu ekkert að fylgjast með?

En það vita allir að Framsókn var kosinn vegna útblásinna kosningaloforða. Það vita allir.....   þeir sem fylgjast með allavega ..  sem eru ekki allir greinilega.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2014 kl. 17:29

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

S&H, hef ekki heyrt að Björt framtíð hafi annað á stefnuskrá sinni en að leggja niður mannanafnanefnd.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2014 kl. 19:38

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll skrifar: „Áhersla Íslands í utanríkismálum á að vera á þeim heimshluta sem við búum í, Norður-Atlantshafinu, en ekki á meginlandi Evrópu, líkt og í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig." Við erum hluti af Evrópu, síðast þegar ég vissi. Menn geta verið á móti ESB en þessi heimshluta-lógik er ekki mjög sannfærandi.

Wilhelm Emilsson, 25.1.2014 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband