Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Geðveikir ofsóttir
Af fréttaumfjöllun Morgunblaðsins að dæma níðast heilbrigðisyfirvöld á geðveikum, sem bæði eru sviptir sjálfræði að nauðsynjalausu og dópaðir að óþörfu. Jafnframt vita geðveikir upp á hár hvaða úrræði eru heppilegust við krankleika sínum, samkvæmt mbl.is
Þegar Moggi er búinn að knýja fram að þeir geðveiku yfirtaki geðheilbrigðisþjónustuna hlýtur næsta mál á dagskrá að vera að fangar fái umsjón með Fangelsismálastofnun.
Í alvöru talað: má ekki biðja um jafnvægi i umfjöllun? Það er varla svo að heilbrigðiskerfið ofsæki geðveika. Eða hvað?
Vildi ekki fara og var sett í járn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af þvi þú ert blaðamaður og kennari og skynsamur maður (hefur mér sýnst) er ég hissa á að þú lesir eina frétt í Morgunblaðinu og alhæfir síðan allt mögulegt út frá efni hennar, greinilega án þess að hafa kynnt þér það mál sem hún tengist nokkurn skapaðan hlut. Túlkun þín á viðtalinu við Fanneyju og sögu Ágústu er auk þess algerlega út í hött.
Þú hefðir átt að mæta á málþingið í dag þar sem ýmsar hliðar á sjálfræðissviptingu voru kynntar, af þeim sem hafa reynt hana sjálfir, af aðstandendum, af lögreglunni, af geðlæknum, af fulltrúa samstarfs í Innanríkisráðuneytinu o.s.fr.: Þetta var feikilega fróðlegt og merkilegt málþing.
Blogg eins og þessi færsla eiga kannski betur heima meðal virkra notenda og fréttamanna sorpmiðla en hjá manni sem vill láta taka sig alvarlega.
Harpa Hreinsdóttir, 23.1.2014 kl. 20:24
Sæl Harpa, sjálfsagt er þetta djúpt í árinni tekið hjá mér. Á hinn bóginn voru tvær fréttir á áberandi stað á mbl., hér er hlekkur á hina fréttina, sem drógu upp þá mynd að níðst væri á þeim sem glíma við andlega sjúkdóma.
Það þarf jafnvægi í fréttaumfjöllun af þessu tagi. Fréttirnar tvær voru mjög einhliða. Ég þarf ekki að þekkja til málaflokksins til að sjá það.
En, sem sagt, ég hefði mátt vera tillitssamari í orðavali í athugasemd minn. Og ég biðst afsökunar á því að vera hranalegur.
Páll Vilhjálmsson, 23.1.2014 kl. 21:24
Mér finnst þú sýna fávisku með ummælum þínum Það má spyrja sig hverjir eru haldnir geðveiki og hverjir ekki í þessu geðveika þjóðfélagi okkar, alls kyns níðingar á hverju horni börnin okkar í stöðugri hættu barnaníðinga og fólk rænt sálu sinni féflett um hábjartan dag, heilabilaðir tjóðraðir á elliheimilum vegna manneklu og rændir ævistarfi sínu þetta getur gert hvern "heilbrigðan" mann geðveikan svo að sá geðveiki stendur ekki sjálfur uppréttur svona getur fólk veikst af geðveiki íslenskst samfélags
Elsabet Sigurðardóttir, 23.1.2014 kl. 21:24
Sjálfsagt er ég fávís, Elísabet, auk þess að vera hranalegur og eflaust líka eitthvað enn verra. En við úrhrökin verðum líka að eiga okkur samastað, svona innan um öll fallegu ljósin.
Páll Vilhjálmsson, 23.1.2014 kl. 21:34
Það er grundvallarmunur á fangelsiskerfinu og geðheilbrigðiskerfinu. Fangelsiskerfið þjónar þeim tilgangi að taka menn sem hafa brotið af sér út úr samfélaginu og láta þá afplána refsingu.
Yfirlýst hlutverk geðheilbrigðiskerfisins er hinsvegar ekki að fjarlægja fólk eða hemja það heldur að hjálpa því og það er ekkert að því að hinir sjúkir hafi stjórn á sinni meðferð - a.m.k þykir okkur það sjálfsagt þegar kemur að líkamlegri heilsu.
Það segir annars nokkuð um undirliggjandi viðhorf ef mönnum þykir fangelsismálastofnun vera hliðstæða geðheilbrigðiskerfisins.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 21:37
Ég var ekki að leggja að jöfnu geðheilbrigðisþjónustuna og Fangelsisstofnun heldur færa einhliða fréttamennsku mbl.is yfir á annað svið til að sýna hve fáránleg umfjöllunin er í baráttublaðamennsku af þessu tagi. Fréttamennska af þessu tagi er málflutningur og getur staðið sem pólemískt innlegg, blogg eða dagblaðsgrein, en ekki sem frétt í dagblaði á borð við Morgunblaðið.
En, Hans, og aðrir lesendur: ég hefði átt að vanda mig betur við þessa athugasemd og ekki skrifa hana af því tillitsleysi sem ég gerði. Ég biðst afsökunar á því.
Páll Vilhjálmsson, 23.1.2014 kl. 21:55
Ég reikna með að mogginn fjalli nánar um þetta málþing sem haldið var í dag og bar yfirskriftina Hvers virði er frelsið. (Byggi ágiskunina á því að mogginn er eini fjölmiðillinn sem hefur oft gert málefnum geðsjúkra sæmileg skil áður). Á þessu málþingi var fjallað um efnið frá mjög mörgum hliðum og af aðilum af ólíku tagi. Mogginn hefur vissulega birt tvær fréttir af málflutningi þeirra sem hafa verið sviptir sjálfræði, haldið niðri með valdi og síðan hnepptir í kemíska spennitreyju (sprautaðir með haldól) en mun væntanlega birta fréttir af öðrum málflutningi einnig, af öðrum sjónarhóli. Reyni að krækja í dagskrá málþingsins svo þú getir gert þér í hugarlund á hverju er von ;)
Hvers virði er frelsið? (dagskrá)
Harpa Hreinsdóttir, 23.1.2014 kl. 23:11
Takk fyrir það, Harpa.
Páll Vilhjálmsson, 24.1.2014 kl. 06:59
Sæl öll. Mér finnst nú allt í lagi þó að Páll nálgist umræðuna á þann hátt sem hann gerir og þurfi ekkert að biðja einn eða neinn afsökunar á 'hranalegu' orðavali.
Vitnisburður þeirra sem lent hafa í því að vera teknir með valdi og sprautaðir með 'haldol' eða álíka róandi lyfjum, í sturlunarástandi, er allur á sama veg. Þeir vilja helst að einhver 'súperkarakter' ræði við þá í rólegheitum og semji við þá um hvað sé nú best að gera í stöðunni. Öll frelsissvipting, valdboð eða nauðung af einhverju tagi, á bara alls ekki við undir slíkum kringumstæðum.
Hvaða úrræðum myndir þú vilja beita, Harpa Hreinsdóttir?
Sigurður Rósant, 24.1.2014 kl. 15:07
Ég er hjartanlega sammála Sigurði, ég sé akkúrat enga ástæðu fyrir Pál , til að biðjast afsökunar á því sem hann skrifar. Ein yndisleg vinkona mín varð fyrir því að fá taugaáfall og var í kjölfarið lögð ínn á geðdeild og það veit sá sem allt veit að aðra eins ógeðis meðferð hefði ég ekki getað ýmyndað mér. Hún var látin taka inn þvílíkt magn af lyfjum, hún sat slefandi út í horni í sex vikur áður en maðurinn hennar steig inn og hreinlega bjargaði henni út úr þessum hryllingi. Gaukshreiðrið er grín samanborið við þær hörmungar sem hún þrufti að ganga í gegnum.
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 24.1.2014 kl. 20:25
Hvers vegna leitaði 'yndislega vinkona' þín ekki til þín, Inga, í stað þess að leggjast inn á geðdeild?
Og af hverju liðu heilar 6 vikur áður en maðurinn hennar gat bjargað henni?
Sigurður Rósant, 25.1.2014 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.