Mánudagur, 30. desember 2013
ESB-flokkurinn fékk 12,9% fylgi
Samfylkingin var eini flokkurinn sem við síðustu þingkosningar bauð fram ESB-aðild sem lausn á vandamálum Íslands. Út á þá stefnu fékk flokkurinn 12,9 prósent fylgi.
Össur Skarphéðinsson og aðrir í forystusveit flokksins vilja ekki kannast við einföldustu staðreyndir lýðræðislegra kosninga og heykjast á því að draga ónýtu ESB-stefnuna tilbaka.
Allt síðasta kjörtímabil voru Evrópumál til umræðu í samfélaginu. Samfylkingin getur þess vegna ekki sagt að aðalmál flokksins hafi ekki fengið næga kynningu. Eftir því sem ESB-umsóknin fékk ítarlegri umræðu því minna fylgi fékk hún.
Samfylking fari í naflaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.