Mánudagur, 30. desember 2013
Skúrkur ársins og svarthvíta vinstrið
Stefán Pálsson sagnfræðingur og spurningahöfundur er einn af álitsgjöfum Eyjunnar í spurningunni um ,,ekki-sigurvegari ársins". Stefán segir stjórnlagaráð ekki-sigurvegara ársins, og vísar bæði í afdrif tillagna ráðsins og þingframboða ráðsmanna.
Vegna ummælanna koma vinstrimenn úr stjórnlagaráði inn á fésbókarsíðu Stefáns og kvarta. Illugi Jökulsson, Gísli Tryggvason og Vilhjálmur Þorsteinsson bera sig allir aumlega. Vilhjálmur skrifar t.d.
Hefði búist við einhverju sniðugra og hnyttnara frá þér í svona löguðu, Stefán (sérstaklega þar sem þú berð alla jafna virðingu fyrir fólki sem er tilbúið að berjast fyrir málstað óháð stundarvinsældum), en það eru ekki alltaf jólin.
Vinstrimenn fyrr á tíð kunnu að lesa blæbrigði tilverunnar og kipptu sér ekki upp við smáatriði. Vinstrimenn samtímans eru vælukjóar í leit að tilefni til að verða sárir. Eyjan umorðaði ,,ekki-sigurvegara ársins" í ,,skúrk ársins." Stjórnlagaráðsmennirnir velta sér upp úr því að vera skúrkar og eigna saklausum Stefáni að hafa gefið þeim þá einkunn.
Á bakvið kvörtun vinstrimannanna er krafa um samstöðu með vinstrimálefnum eins og að stúta stjórnarskrá lýðveldisins. Stefán er þekktur VG-maður og á samkvæmt því að standa með þeim öflum (VG plús Samfylkingu) sem gerðu atlögu að stjórnarskránni.
Svarthvíta vinstrið fékk mælingu í þingkosningum sl. vor; Samfylkingin var með 12,9 prósent fylgi og VG með 10,9 prósent.
Svarthvíta vinstrið er vitanlega skúrkur ársins.
Athugasemdir
Benda má á það að samkvæmt skilgreiningunni um "ekki sigurvegara ársins" var Jón Sigurðsson "ekki sigurvegari ársins 1851.
Ómar Ragnarsson, 30.12.2013 kl. 13:30
Fyrrum stjórnlagaráðsmenn ætla seint að viðurkenna ósigur sinn og sjálfsánægja þeirra er lítt skert.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2013 kl. 13:49
Sumir virðast sækjast eftir að vera í tapliðum, m.ö.o. lúserar !
Aðalbjörn Þ Kjartansson, 30.12.2013 kl. 16:57
Oft má böl bæta með því að benda á annað, ekki satt Ómar?
Steinarr Kr. , 30.12.2013 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.