Fágað þunglyndi franskt

Depurð er í mörgum útgáfum. Stundum er hún flöt og leiðinleg en öðrum stundum kvik og skapandi. Samkvæmt Economist eru fáar þjóðir jafn hneigðar til sálarsvartnættis og Frakkar.

Á frönsku eru til fleiri orð um ókæti en í mörgum öðrum tungumálum: morosité, tristesse, malheur, chagrin, malaise, ennui, mélancolie, anomie, désespoir. Frakkar skora þjóða hæst í alþjóðlegum samaburði á þunglyndi og þeir eru líklegri en flestir aðrir að binda endi á eigið líf.

Frökkum er taminn lífsleiði þegar á unga aldri. Þess er gætt að nemendur á yngri skólastigum fái ekki hrós fyrir frammistöðuna nema í algerum undantekningatilvikum. Í gegnum framhaldsskóla fer enginn Frakki án þess að kynnast tilfinningahlöðnum heimsendatextum höfuðskálda.

Frökkum líður ekki vel nema að þjást. Engu að síður kunna þeir að njóta lífsins með sársaukanum sem felst í dýrum vínum, margrétta veisluborði og þroskuðum samræðum. Og ef það er mótsögn þar á milli - já, þá er hún frönsk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir voru ófáir sem báru beinin hér í glímunni við úfið haf,auk þess að skilja eftir sig líf og efni í tlfinningahlaðinn texta höfuðskálds Íslendinga smbr.lubbi tíkason.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2013 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband