Laugardagur, 28. desember 2013
Fágađ ţunglyndi franskt
Depurđ er í mörgum útgáfum. Stundum er hún flöt og leiđinleg en öđrum stundum kvik og skapandi. Samkvćmt Economist eru fáar ţjóđir jafn hneigđar til sálarsvartnćttis og Frakkar.
Á frönsku eru til fleiri orđ um ókćti en í mörgum öđrum tungumálum: morosité, tristesse, malheur, chagrin, malaise, ennui, mélancolie, anomie, désespoir. Frakkar skora ţjóđa hćst í alţjóđlegum samaburđi á ţunglyndi og ţeir eru líklegri en flestir ađrir ađ binda endi á eigiđ líf.
Frökkum er taminn lífsleiđi ţegar á unga aldri. Ţess er gćtt ađ nemendur á yngri skólastigum fái ekki hrós fyrir frammistöđuna nema í algerum undantekningatilvikum. Í gegnum framhaldsskóla fer enginn Frakki án ţess ađ kynnast tilfinningahlöđnum heimsendatextum höfuđskálda.
Frökkum líđur ekki vel nema ađ ţjást. Engu ađ síđur kunna ţeir ađ njóta lífsins međ sársaukanum sem felst í dýrum vínum, margrétta veisluborđi og ţroskuđum samrćđum. Og ef ţađ er mótsögn ţar á milli - já, ţá er hún frönsk.
Athugasemdir
Ţeir voru ófáir sem báru beinin hér í glímunni viđ úfiđ haf,auk ţess ađ skilja eftir sig líf og efni í tlfinningahlađinn texta höfuđskálds Íslendinga smbr.lubbi tíkason.
Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2013 kl. 13:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.