Evrópuþingið: Ísland betur statt utan ESB

Evrópuþingið sér það sem íslenskir ESB-sinnar sjá ekki (eða þykjast ekki sjá), að Íslandi er betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Í innanhússskýrslu Evrópuþingsins segir um Ísland

Þetta litla norræna land hefur að mestu náð sér á strik eftir djúpastæða efnahagserfiðleika sem þakka má gengisfelldum gjaldmiðli og miklum viðskiptaafgangi - viðsnúningur sem var mögulegur að hluta til vegna þess að landið stendur utan við evrusvæðið.

Þá segir í skýrslunni að Íslendingar eigi auðveldara með að ná fríverslunarsamningum, t.d. við Kína, en Evrópusambandið sjálft. Ástæðan er sú að íslenskir hagsmunir eru skýrari og einfaldari en Evrópusambandsins.

ESB-sinnar ættu að íhuga röksemdafærslu Evrópuþingsins, - sem er öll á eina leið; Íslandi er betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.


mbl.is Ólíklegt að umsóknin haldi áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Viljum við endilega hanga í pilsfaldinum hjá kína meira en nauðsynlegt er?

Styrkja þann menningarheim frekar heldur en t.d. EVRÓPSK gildi

með auknum viðskiptum??????

Jón Þórhallsson, 18.12.2013 kl. 10:37

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvernig er ekki hægt að sjá að Íslandi sé betur borgið utan ESB? ESB-sinnar eru sértrúarsöfnuður sem lítur á sambandið sem himnaríki sitt. Og svo borgar það svo vel. En það vill gleymast að ofurlaunin og kampavíns veislurnar eru tekin úr vasa almennra borgara.

Ragnhildur Kolka, 18.12.2013 kl. 12:50

3 Smámynd: Elle_

Ekki það að ég sækist neitt eftir Kína-sambandi miðað við ógnarstjórn landsins.   En ég get frætt Jón að ofan um að mér persónulega er nokkuð sama um svonefnd EVRÓPSK gildi.  Þau geta bara farið lönd og leið.

Elle_, 18.12.2013 kl. 21:38

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þarna liggur að baki einföld ástæða.

Hér var hægt að fella gengið.

Hefði það ekki verið hægt hefði aðeins verið hægt að taka sveifluna út í gegnum atvinnulífið (sjá Spánn og Grikkland t.d.) og væri þá atvinnuleysið í +25%.

Óskar Guðmundsson, 20.12.2013 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband