Þriðjudagur, 19. nóvember 2013
Pólitík í stjórn og stjórnarandstöðu er sitthvað
Sigmundur Davíð forsætisráðherra lendir í vandræðum vegna þess að hann rekur stjórnarandstöðupólitík úr stjórnarráðinu og það fer ekki vel á því.
Sigmundur Davíð stökk fram síðdegis í gær með írafári vegna þess að honum féllu ekki vel orð seðlabankastjóra í yfirheyrslum á alþingi.
Forsætisráðherra sem tekur andköf eins og unglingsstúlka á fyrsta sjens er á röngu stefnumóti. Sigmundur Davíð á aðeins að grípa inn í hversdagsumræðuna þegar hann þarf að koma skýrum skilaboðum á framfæri. Þau skilaboð eiga ekki að vera væll um að einhverjir séu á móti ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem þannig talar grefur undan eigin trúverðugleika.
Athugasemdir
Það er heillandi að vita það að forsætisráðherra okkar er maður eins og við hin. Og einn af okkur.
Hann er ekki í Icesaveliði Seðlabankans!
Gott hjá honum
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2013 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.