Þriðjudagur, 19. nóvember 2013
Ekki kveikja í þjóðarheimilinu, Sigmundur Davíð
Taugaveiklunarviðbrögð forsætisráðherra í gær vegna varkárni seðlabankastjóra gagnvart meintum kosningaloforðum Framsóknarflokksins kættu stjórnarandstæðinga.
Taugaveiklun Sigmundar Davíðs stafar af því að fáir trúa framsóknarguðsspjallinu um leiðréttingu á forsendubresti. Forsendubresturinn er viðfangsefni sagnfræðinga, þegar bráðum sex ár eru frá hruni, en ekki stjórnmálamanna með framtíðarsýn.
Sigmundur Davíð á um tvo kosti að velja, og aðeins tvo. Í fyrsta lagi að taka skynsemina fram yfir meint kosningaloforð og slaka þeim milljörðum sem verða afgangs af uppgjöri föllnu bankanna til launafólks í gegnum skattkerfið. Það myndi greiða fyrir samningum og skapa sátt í samfélaginu.
Hinn kosturinn er að kveikja í þjóðarheimilinu með tillögum um að moka ótöldum milljörðum til óreiðufólks sem keypti sér 500 fermetra hús á 100 prósent láni. Slíkar hugmyndir skapa ólgu í samfélaginu, pólitíska vanstillingu og eru ávísun á efnahagslega kollsteypu.
Ef Sigmundur Davíð gerir tilraun til að kveikja í þjóðarheimilinu brennur fyrst upp pólitískur ferill hans sjálfs. Og það væri synd.
Vill fá skýr viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjarni málsin.
Sævar Helgason, 19.11.2013 kl. 12:39
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Páll !
Burt séð frá Sigmundi og Seðlabankamönnum - og þeirra yfirgengilegu fjarlægð frá raunveruleikanum.
Ertu fífl - eða ertu flón Páll minn ?
Manstu ekki lengur - þegar við ásamt þorra samlanda okkar vorum hlunnfarnir árið 1983 - þegar launavísitalan var aftengd ?
Eða - varstu ekki staddur á landinu kannski ?
Reyndu aðeins - að koma til veruleikans / jú jú gamla 29'' sjónvarpstækið (keypt 1999 á liðlega 47 Þúsund Krónur það ár) bilaði í Marzbyrjun 2008 - okkur áskotnaðist í staðinn annað spánýtt sömu stærðar á liðleðga 24 Þúsund Krónur þar sem það var síðasta túpu tækið hjá seljanda.
Man bara - að sumum innan fjölskydu sem utan hennar blösk raði að við skyldum ekki fjárfesta í 40 - 50''flatskjá upp á 190 - 240.000.- Krónur en við bentum á að ýmislegt mætti gera fyrir mismunn þeirra - og 24.000.- Króna tækisins.
Þannig að - þú skalt ekkert alhæfa um óráðsíu samlanda þinna neitt sérstaklega Páll minn enda ólst ég upp svo ég taki dæmi af sjálfum mér með fólki á Stokkseyri - sem margt hvert var fætt á 19. öldinni og mundi tímana tvenna og hvöttu okkur hin yngri fremur til nýtni og nægjusemi - fremur en hins síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - öngvu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 13:04
Páll, þetta er hárrétt hjá þér, ekki breyta einu orði. Leiðrétting svona langt aftur í tímann er út í hött, enda ganga dómsmálin fram og aftur núna og um ókomna tíð um það hverjum beri réttur á leiðéttingunni, eigandinn 2008, 2010 eða 2012, sem allir krefjast sinn hluta kökunnar. Aðgerðin núna yrði argasti sósíalismi. Þetta vatn rann til sjávar fyrir langalöngu og verður ekki skilið úr sjónum núna. Einbeita sér frekar að réttu uppgjöri bankamálanna.
Ívar Pálsson, 19.11.2013 kl. 13:53
Komið þið sælir - á ný !
Ívar Pálsson !
Ekki reyna - að malda í móinn fyrir handhafa Landskassans (Ríkissjóðs) og Banka Mafíunnar ágæti drengur.
Við eigum - öll sem eitt óskoraðan rétt til að við verðum leiðrétt UM HVERJA EINUSTU KRÓNU sem þessir aðilar hafa STOLIÐ af okkur í gegnum tíðina Ívar minn.
Ekki FERÞUMLUNG - eftir gefandi í þeim efnum Verkfræðingur knái !!!
Hinar sömu kveðjur - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 14:02
Það munar ekki um það, Óskar Helgi! Gangi ykkur vel í baráttunni...
Ívar Pálsson, 19.11.2013 kl. 14:42
Ég man nú ekki betur en að Seðlabankinn færi framarlega í flokki þeirra sem vildu leggja Ices(L)ave skuldina á þjóðina og tóku undir orð Gylfa Magnússonar um "Kúbu norðursins". Er eitthvað í spilunum núna sem gefur til kynna að Seðlabankinn fari með rétt mál núna??????
Jóhann Elíasson, 19.11.2013 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.