Mánudagur, 18. nóvember 2013
Ópólitísk búsáhaldabylting og félagsauður stjórnmálaflokka
Borgarahreyfingin var tilraun til að veita útrás í þingkosningum reiðipólitíkinni eftir hrun. Fámennur þingflokkur hreyfingarinnar klofnaði strax og síðan urðu þrír þingmenn viðskila við baklandið.
Tvær ályktanir má draga af brotthvarfi Borgarahreyfingarinnar. Í fyrsta lagi að búsáhaldabyltingin var í þeim skilningi ópólitísk að hún fann sér hvorki stjórnmálavettvang né skipulagsform. Í öðru lagi að félagsauður starfandi stjórnmálaflokka er enn nægur til að laga sig að breyttum þjóðfélagsaðstæðum.
Í kosningunum 2009 kaus þjóðin þá flokka sem með nokkrum rökum má segja að báru ekki ábyrgð á hruninu, þetta á einkum við VG, og buðu valkost sem hentaði þjóð í taugaáfalli, sbr. ESB-stefnu Samfylkingar.
Eftir fjögur ára tilraunastarfsemi þakkaði þjóðin fyrir sig og sendi vinstriflokkana vorið 2013 í skammarkrókinn.
Þjóðin þarf ekki fleiri valkosti í stjórnmálum en svona fjóra til fimm.
Hreyfingin formlega lögð niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að grínast? Tveir af öflugust Hreyfingarliðunum eru núna þingmenn. Reyndar í flokki Pírata, en það var líka aldrei markmið Hreyfingarinnar að lifa lengi.
Það færi líklega betur á því að stjórnmálasaga samtímans væri sögð af fólki sem var raunverulega á svæðinu þegar hún átti sér stað.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2013 kl. 22:50
Voru þeir kumpánar Steingrímur og Össur ekki á svæðinu,hafa þegar skrifað samtíma stjórnmálasögu,já og líklega forsætisráðherra frú einnig.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2013 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.