Fimmtudagur, 31. október 2013
Nýjasta röksemd ESB-sinna fallin
ESB-sinnar fluttu þann hræðsluáróður að hugsanlegur fríverslunarsamningur milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna væri Íslandi óhagstæður, útilokaði okkur frá ávinningum samningsins.
Nú liggur það fyrir að Ísland verður ekki skilið útundan, líkt og ESB-sinnar héldu fram. Ef samningurinn nær fram að ganga eftir fimm eða tíu ár munu Íslendingar njóta góðs af.
Það er fullt starf að elta ólar við röksemdaskáldskap ESB-sinna.
Hefði jákvæð áhrif á öllu EES-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já - ef menn trúa því sem Gunnar Bragi segir - ég geri það ekki.
Rafn Guðmundsson, 31.10.2013 kl. 17:22
Vertu ekkert að því Rafn,þá væri eitthvað mikið að hjá þér. En ef þú nú lest fréttina alla,kemur fram að Karl de Gucht viðskiptastjóri Esb.,hafi lýst hliðstæðum sjónarmiðum á fundi með Össuri Skarphéðinssyni þáverandi utanríkisráðherra í apríl,sem sagt íslendingar munu njóta góðs af samningi BNA og ESB. ef af verður.
Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2013 kl. 21:13
Ef Rafn hefði lesið fréttina, þá kæmist hann einnig að því að í henni er ekkert sem Gunnar Bragi hefur sagt. Þetta er tekið ur greinargerð utanríkisráðuneytisins um téðan fund og samþykktir hans.
Hafi hann svo lesið til enda, þá hefði hann séð að sjálfur Obama lagði áherslu á að Ísland og Noregur væru í þessari lúppu á frægum fundi hans og norrænna ráðherra og var gerð undirrituð samþykkt um þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2013 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.