Valdleysi Jóns Ásgeirs afhjúpađ á einni helgi

Um tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson ţáverandi Baugsstjóri međ heilu og hálfu stjórnmálaflokkana í vasanum, Samfylkingin og VG, og ríkisvaldiđ í heild sinni í bóndabeygju, samanber stríđiđ um fjölmiđlalögin 2004.

Stjórnmálamenn, međ fáum heiđarlegur undantekningum, sátu og stóđu eins og Jón Ásgeir bauđ enda óttuđust ţeir fjölmiđlaveldi hans. Embćttismenn sáu í gegnum fingur sér og Baugstjórinn fékk í friđi ađ reka banka og fákeppnisverslanir međ alkunnum árangri. 

Eftir hrun hélt ríkisstjórn vinstriflokkanna hlífiskildi yfir Jóni Ásgeir og ríkisbankinn Landsbanki lánađi nćgt fé til ađ hann héldi fjölmiđlasamsteypu sinni.

En á einni helgi afhjúpast valdleysi Jóns Ásgeirs. Á laugardag í Fréttablađinu sífrađi ritstjóri Jóns Ásgeirs um ađ erlendar efnisveitur grćfu undan áskriftarsjónvarpi 365-miđla. Á sunnudag tilkynnti menntamálaráđherra ađ RÚV yrđi sigađ á auglýsingatekjur 365-miđla.

Ekkert heyrist frá Samfylkingu og VG. Vinstriflokkarnir telja sér ekki lengur hag í ađ berjast fyrir hagsmunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Enginn óttast lengur Jón Ásgeir og um leiđ fćkkar pólitískum vinum hans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú eru hvorki Jóhanna né Steingrímur til stađar og veldi götustráksins er verulega valt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.10.2013 kl. 08:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband