Fréttablaðið misnotað í þágu Jóns Ásgeirs

365 miðlar, fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra, rekur Stöð 2 sem tapar jafnt og þétt áskrifendum til netsjónvarpsstöðva eins og Netflix. Í Fréttablaðinu í dag er skýrt dæmi um misnotkun fjölmiðils í þágu hagsmuna eiganda.

Ólafur Stephensen ritstjóri, sem hversdags talar fyrir viðskiptafrelsi, finnst ómögulegt að Íslendingar geti keypt sér áskrift að erlendu netsjónvarpi. Ólafur, sem líka er talsmaður ESB-aðildar Íslands og notar viðskiptarök í því sambandi, talar eins og búðarloka dansks einokunarkaupmanns á 18. öld sem telur ekki að innbyggjarar landsins eigi að fá hagkvæmari viðskipti en hjá faktor Jóni Ásgeiri.

Ólafur krefst þess að ríkisvaldið hlaupi til og útiloki samkeppni við fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs.

Ólafur er ekkert að hafa fyrir því að útskýra fyrir lesendum sínum að leiðari Fréttablaðsins í dag er í boði viðskiptahagsmuna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband