Óvinafagnaði afstýrt, meginverkefni ríkisstjórnarinnar

Þjóðin hafnaði í kosningunum í vor áróðurskórnum um ónýta Ísland með því að gera Samfylkingu og VG að jaðarflokkum í stjórnmálum. Vandinn sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks glímir við er að ofsakætin í kjölfar endaloka vinstristjórnarinnar skapaði væntingar um gull og græna skóga, ef ekki í dag þá strax á morgun.

Og jú, stjórnarflokkarnir, einkum Framsóknarflokkurinn, eru ábyrgir fyrir því að tala væntingarnar upp, samanber algerlega óraunhæfar hugmyndir um niðurfellingu skulda og bætur til fasteignaeigenda.

Hægur bati næstu árin er farsælasta leiðin út úr kreppunni. Meginhlutverk ríkisstjórnarinnar er að stýra væntingum almennings í þá átt að gera ráð fyrir hægum en öruggum efnahagsbata en ekki boða lottóvinninga til sérhverrar fjölskyldu. 


mbl.is „Þarf eiginlega einbeittan brotavilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Strax hefur nú verið endurskilgreint sem teygjanlegt hugtak af Framsóknarflokknum, svo það verður spennandi að sjá hversu langur tími það er samkvæmt þessari nýju opinberu skilgreiningu.

Þrælaeyjan ísland er sennilega byggð umburðarlyndasta fólki á jörðu þegar kemur að misskiptingu og rýrnandi kjörum. Við erum með lægstu laun í vestur evrópu og flytjum inn ódýrt erlent vinnuafl til að halda því þannig, þrátt fyrir met atvinnuleysi.

Umburðarlyndið á sér þó takmörk og það sem þessir menn sjá ekki er járnbrautin sem stefnir á þá á 200km hraða. Hún er svo stór að peðin sjá hana hreinlega ekki. Framundan eru verkföll og uppreisn á vinnumarkaði og það geta svokölluð forrysta vinnumarkaðarins ekki stoppað sama hversu hliðholl hún er eigendum íslands og gerspillt.

Bíðum fram ufir Jól...janúar febrúar...þá springur allt í loft upp. Það verður ekki jafn friðsamlegt og pottaglamrið forðum, trúðu mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2013 kl. 21:42

2 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Lottovinningar koma bara á stærstu kvótafjölskyldurnar Páll voru það ekki ca 11 þúsund milljónir eða svo og svo á að láta sjúklinga borga ca 200 milljónir upp í það.

Óli Már Guðmundsson, 4.10.2013 kl. 01:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki beint spennandi að horfa upp á vinnudeilur,en eftirvænting mín beinist að Gylfa Arnbjörnssyni lestarstjóra við vinnu sína. Man ekki eftir þessum ráðamanni öðruvísi en talandi niður krónuna,með bullandi áróðri um inngöngu í ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2013 kl. 01:30

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég held að það hafi bara verið örfáir NEI sinnar sem fundu fyrir þessari "ofsakætin í kjölfar endaloka vinstristjórnarinnar". flestir þeir sem kusu þessa stjórn letu plata sig með "væntingar um gull og græna skóga, ef ekki í dag þá strax á morgun."

Rafn Guðmundsson, 4.10.2013 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband