Laugardagur, 21. september 2013
Reynslurökin standa gegn ESB-aðild
Ísland vann sig hraðar og betur úr kreppunni en ESB-landið Írland, að ekki sé talað um lönd Suður-Evrópu sem eru í varanlegri spennitreyju gjaldmiðils sem ekki er skráður í samræmi við þarfir þeirra.
ESB-sinnar höfðu ríkisstjórnina sér allt síðasta kjörtímabil til að sýna fram á kosti ESB-aðildar. Þeim tókst það ekki. Íslendingar, líkt og Grænlendingar í vestri og Færeyingar og Norðmenn fyrir austan, telja hagsmunum sínum betur borgið utan ESB en innan. Grundvallarhagsmunir strandþjóða við Norður-Atlantshaf samræmast ekki aðild að Evrópusambandinu.
Fullveldissinnar sigruðu baráttuna um framtíð Íslands. Einhverjir ESB-sinnar munu áfram sperra sig. Orðræða þeirra um ónýta Ísland og hve við græðum á ESB-aðild mun eflaust hljóma áfram. En fáir leggja við hlustir.
Íslendingar aldrei viljað í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.