Ríkisstjórnin talar í mótsögnum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skuldastöðu ríkissjóðs og þungan rekstur krefjast sölu ríkiseigna og niðurskurðar útgjalda.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ríkið standa svo vel að það sé hægt að bæta meintan ,,forsendubrest" skuldara og fasteignaeigenda með því að ríkið sendi út tugmilljarða til fólks sem ekkert hefur gert til að verðskulda það annað en að eiga skuldir og fasteignir.

Mótsögnin á milli fjármálaráðherra og forsætisráðherra mun ganga af ríkisstjórninni dauðri ef ekki verður gripið í taumana og ein stefna mótuð - mótsagnalaus.


mbl.is Alvarleg skuldastaða kallar á sölu ríkiseigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,nei við erum bara svo föst í gömlu samlokunum Jóhönnu og Steingrími,sem nær aldrei töluðu sömu vikur/mán. nema annað í einu,meðan Össur hvíldi. Mér líst vel á hugmyndir Bjarna í málefnum bankanna,afnema ríkisábyrgð á innistæðum ofl.,sem verður ekki gert á 1 degi.--- Ef Sigmundur segir ríkið standa ,,svo vel,, hættir manni til að túlka það sem rosalega vel. Ég skil það þannig að ríkið standi nógu vel til að efna loforðið sem hann gaf kjósendum sínum. Líka nokkuð nýtt að standa við fyrirheit.,

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skuldastaða landsins er í raun ekkert svo slæm ef horft er framhjá skuldum ríkisins við sinn egin lífeyrissjóð sökum þess að sá (LSR) er verðtryggður á kostnað skattgreiðenda á almennum vinnumarkaði.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2013 kl. 13:12

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

LAUSNIR:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1302343/

Jón Þórhallsson, 20.9.2013 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband