RÚV biðst ekki afsökunar, hrokinn of mikill

Í gær flutti RÚV frétt af fjársvikara og gaf í skyn að forseti Íslands hefði beitt sér við að náða fjársvikarann vegna fyrri dóma. Björn Bjarnason setti inn færslu um málið og það var rætt með færslu hér á þessu bloggi.

Augljóst er að RÚV varð á í messunni með þessari frétt. RÚV hefði átt að biðjast afsökunar að hafa ekki farið rétt með náðunarferli brotamanna. Forseti Íslands er þar ekki gerandi heldur skrifar hann upp á náðun líkt og hann skrifar upp á lög sem alþingi samþykkir.

Á samfélagsmiðlum var frétt RÚV um náðun forseta send vítt og breitt, gjarnan með athugasemdum eins og ,,hvað er forsetinn að náða dúdda eins og þennan?" 

Frétt RÚV gróf undan virðingu embættis forseta Íslands algerlega að tilefnislausu.

Ef RÚV tæki hlutverk sitt alvarlega þá yrði beðist afsökunar á villandi fréttaflutningi. En hroki RÚV er slíkur að stofnunin neitar að biðja afsökunar. Í stað þess kemur skringileg frétt í hádegisútvarpinu sem fjallar um náðun brotamanna. Í þeirri frétt er hvergi vikið að rangfærslunni í upphaflegu fréttinni.

Þegar svo er komið að RÚV er þjakað vankunnáttu, fáfræði og hroka þá verður sú spurning æpandi hvers vegna í ósköpunum almenningur á að halda uppi þessari stofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvað af þessu er EKKI rétt og þarfnast afsökunnar

"Samkvæmt heimildum Fréttastofu þurfti hann ekki að sitja af sér þann dóm að hluta eða öllu leyti því forseti Íslands náðaði hann."

Rafn Guðmundsson, 5.9.2013 kl. 21:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rafn,er fréttastofa Rúv hætt að vera hlutdræg,? Já eða nei.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2013 kl. 23:23

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekkert rangt í þessu hjá RUV. Að vísu hefðu þeir getað sagt ,,sem Sjallar og Forsetagarmur náðuðu". Jú jú, þeir hjá RUV hefðu getað bætt Sjöllum þarna við. Það er svo sem hægt að fara fram á það að bæta Sjöllum þarna við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband