Borgarfulltrúar ekki í takt við almannavilja

Aðeins tveir af ellefu borgarfulltrúum vilja óbreytta staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Undirskriftarsöfnun til stuðnings flugvellinum sýnir skýran vilja almennings.

Það er umhugsnarefni að níu af ellefu borgarfulltrúum eru algerlega úr takti við almannavilja.

Gjá milli almennings og borgaryfirvalda þarf að brúa í vor.


mbl.is Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Segðu..

Að borgarfulltrúar séu svona upp á móti þeim sem þeir vinna fyrir er ekki gott.

Og VIÐ borgum þeim laun.

Því miður þar til í næstu koningum.

Birgir Örn Guðjónsson, 31.8.2013 kl. 16:27

2 identicon

Ekki hægt að treysta núverandi flokkum um að standa vörðu um flugvöllinn, þeir eru of sundaraðir í þessum málaflokki. Kannski þurfum við bara nýjan flokk með skýrar línur varðandi flugvöllinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 17:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið er einfalt. Ef það liggur fyrir þegar prófkjörum og uppröðunum á lista liggu fyrir að borgarfulltrúar eru ekki í takt við borgarbúa og því síður við aðra landsmenn, á að vera búið að undirbúa þverpólitískt framboð sem ber t.d. nafnið Höfuðborgarlistinn og hefur það sem meginmál að flugvöllurinn verði áfram.  

Ómar Ragnarsson, 31.8.2013 kl. 23:52

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið villur. Í annarri línu á að standa:  "...er lokið og það kemur í ljós..." í staðinn fyrir: "...liggu fyrir..."

Ómar Ragnarsson, 31.8.2013 kl. 23:54

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gjá milli allra stjórnenda landsins þarf að brúa til almennings.

Sigurður Haraldsson, 1.9.2013 kl. 00:19

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það kemur mér skemmtilega á óvart að þeir sem skrifað hafa undir  undirlistalistann eru í meirihluta af Höfuðborgarsvæðinu, auðvitað á flugvöllurinn að vera áfram í Vatnsmýrinni

Þórólfur Ingvarsson, 1.9.2013 kl. 01:55

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

fyrirgefið, undirskriftarlistann

Þórólfur Ingvarsson, 1.9.2013 kl. 03:16

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallinn er bara sá að það verður aldrei sátt um að flugvöllurinn taki alla Vatnsmýrina og hefti þar með möguleika borgairnnar á fjölmennri byggð rétt hjá miðborginni. Þetta er langbesta byggingarsvæðið sem möguleiki er á í borgarlandinu. Þess vegna er nauðsynlegt að annað hvort láta flugvöllinn fara úr Vatnsmýrinni eða færa hann aðeins til með því að fækka flugbrautunum í tvær og hafa þær að stórum hluta á fyllingum úti í Skerfafirði þannig að hægt sé að ná hluta Vatnsmýrarinnar og þá þeim hluta sem næst er miðborginni undir byggð. Annars mun alltaf í framtíðinni vera þung krafa um flutning vallarinns.

Það er því bráðnauðsynlegt að bæði þeir sem vilja fá svæðið undir íbúðabyggð og þeir sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri setjist niður og finni ásættanlega lausn fyrir báða aðila.

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 08:33

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigurður m, "að flugvöllurinn taki alla Vatnsmýrina og hefti þar með möguleika borgairnnar á fjölmennri byggð rétt hjá miðborginni. Þetta er langbesta byggingarsvæðið" Maður hefði haldið að þarna væri þversögn, mýrar hafa aldrei þótt gott byggingaland.

Þar fyrir utan er umhugsunarefni sú staðreynd að Reykvíkingum er í raun að fækka og fjölgun þeirra mun ekki vera jafn brött og hefur verið, en bæði eru fæðingar komnar niður fyrir fjölgun í Reykjavík og flutningur á fólki utan að landi svo til hættur. Þá er spurning hvers vegna þurfa Reykvíkingar svo mikið land til uppbyggingar?

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.9.2013 kl. 10:24

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er staðsetningin en ekki kostnaður við hverja byggingu sem gerir Vatnsmýrina að besta byggingarlandi borgarinnar.

Því fer víðs fjarri að Reykvíkingum sé að fækka. En svo virðist sem fleiri sæki í nágrannasveitafélögin eftir byggingarlandi heldur en í Reykjavík. Ætli staðsetning nýbyggingarsvæða í Reykjavík hafi eitthvað með það að gera?

Það er alveg ljóst að það verður engin skortur á eftirspurn eftir lóðum eða húsnæði í Vatnsmýrinni.

Sigurður M Grétarsson, 1.9.2013 kl. 11:13

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eitt er það sem ég furða mig oft á umræðunn um að leggja niður flugstarfsemi í Vatnsmýrinni.  Hvers vegna eru sumir að tína til önnur lönd með verra flugsamgöngur en við höfum, til að réttlæta að rústa innanlandsfluginu. 

Af hverju er talað um þéttingu byggðar á sama tíma er borgin ofhlaðin gömlum ónýtum mannlausum húsum. 

Mikið er það öfugsnúið fólk, sem hefur það að markmiði að berjast fyir því vera með lakara samfélag en aðrir. 

Svo hlítur maður að spyrja í lokin. Hver á að kosta það að byggja nýjan flugvöll?  Reykjavíkurborg?  Íslenska ríkið?

Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 15:04

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigurður M, Fjölgun um 200 frá árinu 2009? Það búa 119.000 í Rvk og ekki vantar húsnæði í Reykjavík. Ég efast um að það sé til þörf fyrir öll þau hús sem á að smíða, nema markmiðið sé að setja einhverskonar samkeppni á milli sveitafélagana eins og sú sem olli hruninu

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.9.2013 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband