Starfsmaður Samherja sér valdarán

Björn Valur Gíslason varaformaður VG og starfsmaður Síldarvinnslu Samherja telur valdarán í uppsiglingu vegna þess að utanríkisráðherra fer ekki eftir vilja þingsins sem var leyst frá störfum í lok apríl 2013.

Björn Valur, sem er þekktur fyrir skarpgreindar athugasemdir um samtímastjórnmál, telur að þingið sem sat kjörtímabilið 2009-2013 bindi hendur ríkisstjórna Íslands um alla framtíð.

Rökrétt er að þingsályktun gildi fyrir kjörtímabili þess þings sem samþykkir ályktunina. Björn Valur féll af þingi líkt og margir samflokksmenn hans í VG/Samfylkingu. Það sem fráfarandi þingmenn álykta er tæplega bindandi fyrir þingheim sem er nýkominn með umboð frá þjóðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nær væri að segja sannleikann; Kosningaloforð VG.gera umsókn í Esb. ásamt öðrum alvarlegum annmörkum, umsóknina afturkræfa, útmáða,nema sem ótrúlega ljóta sögu.

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2013 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband