Ríkið, atvinnulífið og valdatómið

,,Við bíðum eftir ríkinu," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti ASÍ er sama sinnis. Í heild sinni krýpur atvinnulífið á kné fyrir ríkisvaldinu og biður ásjár.

Það er ekki lotning fyrir ríkinu eða ríkisstjórninni sem fær fulltrúa atvinnulífsins til að horfa bænaraugum á ríkisvaldið heldur ráðleysi. 

Á hverjum tíma er í samfélaginu samhljómur um tiltekin viðmið í efnahagsstjórnun, er byggist á þeirri pólitísku framtíðarsýn sem er ráðandi.  

Við hrunið slitnaði þráðurinn, viðmiðin leystust upp. Fráfarandi ríkisstjórn tókst ekki að setja fram neina framtíðarsýn og enginn samhljómur var um viðmið í efnahagsstjórnuninni. Allt síðasta kjörtímabil réð ferðinni skammtímahugsun.

Núverandi ríkisstjórn er ekki með trúverðuga pólitíska framtíðarsýn. Í farangrinum úr kosningabaráttunni eru stórkarlaleg loforð um lækkun skulda heimilanna annars vegar  og hins vegar  vilyrði um stöðugleika. Loforðið veit á efnahagslega kollsteypu og vilyrðið er lítt útfært og eftir því veikt.

Í opinberri stefnumótun á Íslandi heljarstórt valdatóm. Ástæða valdatómsins er að allir meginaðilar í stefnumótun samfélagsins, þ.e. stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök eins og SA og ASÍ,  glíma við trúverðugleikabrest eftir hrun.

Undir þessum kringumstæðum verður erfitt að finna grundvöll fyrir samstöðu. En það er brýnasta verkefnið; að finna samstöðu um framtíðarsýn. 


mbl.is Fyrirtæki í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband