VG stærri en Samfylking

Vinstri grænir mælast með 16 prósent fylgi en Samfylking 14 prósent. Í kosningunum 2009 var Samfylking með tæp 30 prósent og VG með rúm 20 prósent.

Í kosningunum í vor fékk Samfylking 12,9 prósent fylgi en VG 10,9.

Samfylking var með hávaða og læti á sumarþingi en VG dró andann djúpt, sagði fátt en hugsaði sitt. (Fyrir utan, auðvitað, galgopann í varaformannsembættinu - en hann er utan þings.)

VG er leiðandi afl á vinstri væng stjórnmálanna. Samfylkingin, sem var beinlínis stofnuð til að verða stór flokkur, er eiginlega liðin tíð.


mbl.is Ríkisstjórnin með 54% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Páll er með Samfylkinguna á heilanum. Það er víst svokallað Davíðsheilkenni.

Gísli Ingvarsson, 1.8.2013 kl. 21:41

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Síðuhafi fer í þessa tæklingu eins og fljúgandi skítakamar en fjallar auðvitað ekkert um aðalefni fréttarinnar.

Friðrik Friðriksson, 1.8.2013 kl. 22:47

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Friðrik, reyndu að fjalla um aðalefni fréttarinnar, - svona einhvern tímann þegar þú getur skrifað meira en eina setningu án þess að verða þér til skammar.

Páll Vilhjálmsson, 1.8.2013 kl. 23:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég nennti ekki að leiðrétta villu þína Gísli fyrr,ég var svo úrvinda. En ég ætla að segja þér að Davíðs-heilkenni,er það kallað,þegar andstæðingar kenna Davíð um alla skapaða hluti,vegna sjúklegs haturs þeirra og var fundið upp,þegar vinstri stjórnin með Samfylkingu í fylkingarbrjósti, ætlaði að jafna Sjálfstæðisflokkinn við jörðu,sem hafði haft hann i eftirdragi um all langa hríð. Að hafa Samfylkinguna á heilanum yrði samkvæmt því Samfylkingarheilkenni,væri hægt að stytta í Samsyndrom.

Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2013 kl. 00:23

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sem hafði haft -hana- í eftirdragi.

Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2013 kl. 00:44

6 Smámynd: Elle_

Skrýtið með þetta samfylkingarmannaheilkenni sem Gísli talar um.

Elle_, 2.8.2013 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband