Staðleysu-Snorri

Snorrasýningin í Reykholti er fróðleg og upplýsandi. En því miður er einnig reynt að búa til Staðleysu-Snorra sem Evrópumann. Snorri var íslenskur, hann var norrænn, hann var kristinn og hann var miðaldamaður.

Að segja Snorra Evrópumann, eins og gert er á sýningunni, er viðlíka og að kalla Leif Eiríksson Ameríkumann. Miðaldamenn hugsuðu ekki í heimsálfum og kenndu sig ekki við þær. Tilburðir til að gera Snorra að Evrópumanni er þjónkun við  menningarpólitíska ESB-væðingu sem á sitt upphaf í Brussel og kemur hingað út eins og andlegur kláðamaur með peningastyrkjum.

Snorri Sturluson var meðvitaður um fullveldi þjóða og hvernig það tapaðist. Hann skrifaði í Heimskringlu um hvernig Færeyingar glötuðu sjálfstæði sínu. Í sama riti heldur Snorri til haga frægustu fullveldisræðu Íslandssögunnar, sem kennd er við Einar Þveræing.

Snorrasýningin þarf að leiðrétta staðleysuna um Snorra.


mbl.is Ný Snorrasýning dregur að sér gesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Sæll Palli minn!

Er þetta nú ekki óþarfa viðkvæmni hjá þér? Samkvæmt þessu ert þú norrænn, kristinn, nútímamaður...eða hvað? Má svo ekki kalla þig Evrópumann í viðbót? Er það bara bannað og illa séð? Ertu ekki með þessu að biðja um ritskoðun? Og þá vegna hagsmuna hverra? Eða til að rétta af söguna? Þeir sem settu upp sýninguna hafa örugglega sín rök fyrir því að kalla Snorra Evrópumann og ég er nokkurn veginn viss um að það hefur akkúrat ekkert með einhverja þjónkun við Brussel að gera :) Við kannski ræðum þetta á kennarastofunni í  ágúst. Hafðu það svo gott kæri kollegi!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 21.7.2013 kl. 12:58

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Gunnar, sennilega er þetta óþarfa viðkvæmni. En maður er hvort eð er oft að sinna óþarfa hlutum, þannig að þetta flaut með.

Ég setti eftirfarandi athugasemd á umræðu hjá Agli:

Á fræðimáli heitir það anakrónismi þegar hugtak/hugmynd er sett í sögulegt tímabil þar sem það á ekki heima. Að segja Snorra Evrópumann er anakrónismi þar sem hugmyndin um Evrópumenn var ekki til á miðöldum. Norman Davis, höfundur bókarinnar Europe, segir í inngangi, undir millikaflaheitinu Concepts of Europe: ,,Europe is a relatively modern idea. It gradually replaced the earlier concept of Christendom in a complex intellectual process lasting from the fourteenth to the eighteenth centuries."

Við förum ábyggilega yfir umræðuna í ágúst. Njóttu sumarsins, sem mér sýnist ætla að hella sér yfir okkur í vikunni.

Páll Vilhjálmsson, 21.7.2013 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband