Föstudagur, 19. júlí 2013
ESB hótar ekki Rússum, bara smáþjóðum
Rússar veiða úr makrílstofninum á Norður-Atlantshafi líkt og Íslendingar og Færeyingar. Evrópusambandið, fyrir hönd Skotlands og Írlands, telur sig eiga makrílstofninn svotil skuldlausan.
Evrópusambandið hótar Íslendingum og Færeyingum viðskiptaþvingunum vegna makrílveiðanna en láta óátalið þótt Rússar veiði úr stofninum.
Evrópusambandið þorir einfaldlega ekki í viðskiptastríð við Rússa enda eins víst að Rússar myndu svara af fullri hörku. Á hinn bóginn finnst ESB sæmandi að beita smáþjóðir kúgun.
Hótunum ekki beint að Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Vilhjáms er augljóslega í ruglinu.
Evrópusambandið í stríði við Rússa!!...LOL...Rússar sem framleiða mest allra ríkja af olíu og selja mestan hluta hennar til Evrópu.
Hvað á Evrópusambandið að gera? Evrópusambandið tilhyerir ekki Rússlandi....af hverju eru þeir inn í þessu?
Friðrik Friðriksson, 19.7.2013 kl. 22:15
Hvað eiga vesalingarnir/Esb, að gera þegar bangsi ætlar sér bráðina,eðlishvöt þeirra lík ,,hyenum,, hörfar og lævís grimmd þeirra ratar á þá veikari.
Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2013 kl. 01:25
Hvað skildi Friðrik ekki? Það var verið að skrifa um kúgun hins svonefnda 'Evrópu'sambands á smáríkjum. Það sama samband ræður ekki okkar málum frekar en málum Rússlands.
Elle_, 20.7.2013 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.