Föstudagur, 5. júlí 2013
Árni Páll tryggir fullveldinu betri vörn í ESB-málinu
Alþingi samþykkti naumlega 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi í ESB og aðeins einn flokkur á þingi, Samfylkingin, var með aðild á stefnuskrá sinni.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar virðist ætla að bæta fyrir mistökin 16. júlí 2009 með því að leggja ofurkapp á að sterkur meirihluti þings og þjóðar sé á bakvið breytingar á stjórnskipun lýðveldisins.
Á síðasta degi sumarþings, í gærnótt, var lagafrumvarp Árna Páls, Katrínar Jakobs og Guðmundar Steingríms samþykkt. Lögin taka til breytinga á stjórnskipun Íslands og gilda út kjörtímabilið.
Meginatriði laganna eru þess: aukinn meirihluta á alþingi, 2/3 atkvæða þarf til að breyta stjórnarskránni og því aðeins fái slík breyting gildi að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem a.m.k. 40 prósent kosningabærra manna samþykkir.
Með þessum lögum, sem formenn Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar fengu samþykkt, er komið fordæmi fyrir því hvernig alþingi á að meðhöndla tillögu um að endurvekja ESB-ferlið.
Takk fyrir, Árni Páll, Katrín og Guðmundur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.