Þjóðaratkvæði um skattamál er óboðlegt

Skattamál, þ.e. hverjir eiga að borga skatta og hve mikið, er álitamál sem ætti aldrei að bera undir þjóðaratkvæði. Ef lagt yrði upp í þá vegferð væri komið fordæmi fyrir reglulegri atkvæðagreiðslu um skatta.

Enginn vill borga skatta en allir vilja þiggja skattfé í einu eða öðru formi: vegir, skólar, heilsugæsla og menningarstarf hverskonar er fjármagnað með sköttum.

Reglulegt þjóðaratkvæði um skattamál myndi ónýta skattkerfið.

Látum alþingi setja lög um skattamál. Á fjögurra ára fresti eða skemur fáum við tækifæri að breyta um skattapólitík með því að kjósa nýtt þing.


mbl.is Hafa beðið um fund með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þegar útgerðarmenn hafa innheimt gjald sem þeir hafa kallað kvótaleigu hafa þeir þá verið að innheimta skatta. Samkvæmt lögum þá skal skila slíkum sköttum í ríkissjóð (sbr. virðisaukaskatt). Svona innheimta getur ekki verið bæði ekki skattur og skattur eftir því hvað hentar LÍÚ hverju sinni.

Útgerðarmenn hafa sjálfir kallað þetta kvótaleigu og virðist sú skilgreining vera almennt samþykkt meðal þeirrra. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2013 kl. 13:11

2 Smámynd: Jack Daniel's

Þetta er ekki skattur.
Þetta er leiga til þjóðarinnar vegna leigu á eigum þjóðarinnar.

 Þeir sem kalla þetta skatt eru einfaldlega að snúa út úr.

Jack Daniel's, 5.7.2013 kl. 13:22

3 Smámynd: Einar Ben

Veiðigjaldið er leiga til eigenda vegna afnota af auðlindinni, þetta veist þú Páll....

....var ekki Icesave skattur á þjóðina?

....man ekki betur en að þú hafir ólmur viljað kjósa um þann skatt.....

....þægilegt að breyta um skoðun eftir vindi....

Einar Ben, 5.7.2013 kl. 15:01

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Icesave var ábyrgð/skattur sem Hollendingar og Bretar ætluðu að leggja á þjóðina alla. Veiðileyfagjaldið er skattur sem íslensk stjórnvöld á hverjum tíma ákveða að leggja á útgerðina eða ekki. Hér er ólíku saman að jafna.

Páll Vilhjálmsson, 5.7.2013 kl. 15:24

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Icesave málið var enginn skattur ar sem eignir þrotabúss greiðir skuldina - rétt eins og það gerir nú og Ísland er að borga uppí topp plús álag.

Umrætt mál núna snýst um, að ríkisvaldið vill aflétta álögum á elítuna og setja sömu álögur á herðar almennings.

Það er nú svona sem málin liggja.

Mjög sennilega mun forseti taka upp svipuna fyrir elítuna og auðmenn og láta ríða á baki vesalings innbyggjara hérna við fagnaðarlæti vikapilta sömu elítu og auðmanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2013 kl. 15:52

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju ekki? En þá finnst mér við ættum líka að fá að hafa eitthvað um útgjöldin að segja.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.7.2013 kl. 17:07

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Veiðileyfagjald er ekki skattur frekar en húsaleiga eða bílaleiga. Ert þú að segja að ef rikið á hús og leigir einhverjum það að hann sé þá að greiða skatt en ekki leigu?

Þar fyrir utan snýst þetta um það prinsipp hvort þjóðin á að njóta aðrðsins af fiskveiðiauðlindinni eða kvótahafar. Þarna er þingið að færa veiðileyfagjald úr hóflegu gjaldi í skít og kanil. Í því felst ákvörðun um að kvótahafar en ekki þjóðin eigi að njóta arðsins af fiskveiðiauðlindinni.

Sigurður M Grétarsson, 5.7.2013 kl. 17:15

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessu skilt, auk þess sem sjálft fullveldið var undir,.! Nú skrifaði forseti vor ekki undir þingsályktunartillögu fyrrverandi stjórnar sem var naumlega samþykkt, umsókn í ESB. Er það regla ef undirskrift forseta vantar,að sjálfkrafa sé efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu,er þá umsóknin ómarktæk,?

Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2013 kl. 18:20

9 identicon

Ég hefði haldið að þú værir ákurat hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum um skatta Páll, þar sem það væri kjörin leið til að hindra ríkið í að auka skattbyrði þegnana og hægt og rólega skera niður eyðslu ríkisins.

Hefði nefskatturin fyrir RÚV einhverntíman verið samþykktur ef þjóðin hefði fengið að kjósa?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 21:12

10 Smámynd: Elle_

Að líkja ICESAVE við gjald eða skatt á vissan hóp landsmanna er skrýtið.  ICESAVE var kúgun og ætlað fyrir ríkissjóð allra landsmanna að standa undir.  En Ómar bullar enn.

Elle_, 5.7.2013 kl. 21:27

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samningar um Icesave sneru fyrst og fremst að því að islandi yrði gert kleift að halda lágmarks andliti og viðhalda lágmarkssiðferisstandard sem vestrænu lýðræðisríki ber.

Samningarnir voru um endurgreiðslu skuldarinnar voru á þann sniðuga hátt að eignir þrotabúss gengu uppí skuldina.

Rétt með sama hætti og endurgreiðslur skuldarinnar eru núna. Eignir þrotabúss ganga uppí skudina plús 500 milljarða skuldarbréf frá ríkisbankanum. Plús álag.

Allt borgað uppí topp plús álag.

Fíflagangur forseta með umrætt mál hefur hinsvegar valdið óheyrilegum óskaparskaða. Sá skaðakostnaður leggst með fullum þunga á allan almenning, sjómenn bændur OG hjúkrunarkonur.

Elítusvipan fór á loft og almenningur lúbarinn með þjóðrembingsvendi af forsetagarmi.

Eigi fagrar aðfarir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2013 kl. 21:37

12 Smámynd: Elle_

Og Ómar bullar enn.

Elle_, 5.7.2013 kl. 23:31

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga Kristjánsdóttir. Það er aðeins krafist undirskriftar forseta þegar lög eru sett eða þeim breytt. Það er engin slík krafa gerð gagnvart þingsályktunartillögum. Það kallar hins vegar bæði á lagabreytingar og stjórnarksrárbreytingar að ganga í ESB og fari málið þannig þá krefst það undirskriftar forseta.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2013 kl. 08:05

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ómar Bjarki. Hundruð milljarða skuldabréfið sem kveður á um greiðslu nýja Landabankans inn í þrotabú gamla Landsbankans er ekki greiðsla frá rikinu inn á Icesave skuldina heldur er það skuldabréf sem var gefið út þegar nýju Landsbankin keypti lánasafn gamla Landsbankans úr þrotabúinu. Það fengust því eignir á móti þegar það var gefið út og þær eignir gefa af sér tekjur fyrir nýja Landsbankann. Þetta skuldabréf er því lhuti af eignum þrotabús gamla Landsbankans en ekki eihver viðbót við þær.

Þar sem eignir koma á móti þessu skuldabréfi þá er þetta ekki eignavandamál heldur eru þetta gjaldmiðilsvandamál vegna þess að eigendur þess munu vilja skipta þessum peningum yfir í gjaldeyri þegar þeir fá bréfið greitt út en eignirnar á móti eru í íslenskum krónum. Vandamálið snýst því um það að við notumst við gjaldmiðil sem engin annar vill eiga og er í raun verðlaus utan Íslands. Þetta er í raun eitt af þeim vandamálum sem orsakast af því að við erum með sjálfstæðan gjalmiðil í örhagkerfi með það miklar efnahagssveiflur og tíð verðbólguskot að engn treystir gjaldmiðlinum utan landsins.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2013 kl. 08:17

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Það að segja einhvern bulla án þess að koma með nein rök fyrir því að viðkomandi fari með rangt mál er skítkast en ekki málefnanleg umræða. Slíkt segir meira um þann sem viðhefur slíkt orðalag en þann sem því er beint að.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2013 kl. 08:19

16 Smámynd: Elle_

Sigurður, ég er löngu hætt að vera málefnaleg eða rökræða við manninn, skítkastarann sjálfan, hvað sem þú kallar það.   Og þú mismunar, Sigurður, þú sagðir ekkert við hann fyrir að kalla forseta okkar 'forsetagarm' og segja hann hafa lamið almenning með 'þjóðrembingsvendi'.  Og baðst hann ekki um að rökstyðja skítkastið núna eða í öll þau skipti sem hann kemur með svipaðan róg og skítkast.  Nei, þú vildir kúgunina ICESAVE.

Elle_, 6.7.2013 kl. 12:47

17 Smámynd: Elle_

Sigurður, minni þig á eftirfarandi.  Ætla ekki að rökræða við skítkastarann Ómar eða þig lengur um ICESAVE:

Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þvílíkt rugl sem þú lætur út úr þér Elle. Með samningum hefði málinu verið eldanlega lokið og engra málfhöfðana að vænta frá Bretum eða Hollendingum. Þá hefðu Bretar og Hollendingar verið búnir að samþykkja að taka á sig allan kostnað umfram lágnarkstrygginguna sem þeir eru núna að gera kröfu um að við tökum á okkur í dómsmálnu. Það gera þeir á grunvelli þess að sú mismunun sem var á milli innistæðueigenda eftir því hvort þeir voru í íslensku eða erlendu útibúi standist ekki EES sáttmálann. Það er mjög líllegt að við töpum því máli því það eru engin efnisleg rök fyrir þeirri mismunun og útilokað að færa rök sem halda vatni fyrir því að sú misnunun hafi verið nauðsynleg til að forðast neyðarástand hér á landi.

Nei og aftur nei. Áhættan á stórum skelli felst í því að láta málið fara fyrir dómstóla í stað þess að klára það með samningi. Þar með hefði málinu verið lokið.

Sigurður M Grétarsson, 23.7.2012 kl. 00:13

identicon

Ekki verða menn mikið hlægilegri en þetta Sigurður M.

Það er ekkert dómnsmál í gangi, sem hefur áhrif á greiðsluskyldu íslenska ríkisins, Hollendingar og Bretar hafa ekki stefnt okkur fyrir eitt eða neitt.

Enda vita þeir sem er, að það er ekki hægt að höfða dómsmál. Það er engu að stefna. Það er ekkert tjón sem Hollendingar og Bretar geta sótt fyrir íslenskum dómstólum.

Það er ekkert dómsmál, og það verður ekkert dómsmál.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:25

identicon

Sigurður M Grétarsson þú ert að ræða þetta mál af mikilli vanþekkingu. Samningnum fylgdi mikil áhætta og ef hann hefði verið samþykktur væru íslenskir skattgreiðendur búnir að greiða 60.000 milljónir í erlendri mynt, bara í vexti sem njóta ekki forgangs í þrotabú LB. Það er ekki til peningur fyrir nauðsynlegum tækjum á spítala landsins en ekkert mál í þínum huga að greiða Bretum og Hollendingum.

Dómsmálið sem núna er fyrir EFTA fjallar um það hvort Ísland hafi ranglega innleitt EB94/19 og hvort brotið hafi verið á jafnræði á grundvelli EES samningsins. Ef það má ekki mismuna eftir landsvæðum og það verður niðurstaða dómsins er allt landbúnaðarkerfi ESB undir, það mismunar eftir landsvæðum. Bretar og Hollendingar mismunuðu fjármagnseigendum innan ESB þegar þeir tóku einhliða ákvörðun um að bjarga bönkum innan síns hagkerfis. Þá eignumst við kröfu á Breta og Hollendinga. Gefum okkur að málið tapist fyrir EFTA dómstólnum. Það er allt í lagi því þá þarf að sækja bætur fyrir íslenskum dómstólum. Bætur eru markaðar á Íslandi vegna raunverulegs tjóns. Hvert er tjónið? Þrotabúið ætti að greiða allt (nema vaxtagreiðslur samkvæmt samningnum sem var felldur). Hver á síðan að bera tjónið? íslenska ríkið eða tryggingasjóðurinn sem er gjaldþrota?

Við munum aldrei borga krónu vegna Icesave nema SJS eða Jóhanna verði áfram við völd.

Andri (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:34

Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Andri. Mér sýnist þú nú heldur betur vera að kasta steini úr glerhúsi þegar þú talar um vanþekkingu á Icesave málinu. Það var allta tíð ljóst að samningurinn hefði kostað nokkra tugi milljarða króna. Dómstólaleoiðin getur hins vegar kostað margfallt meira ef illa fer. Áhættan er því mun meiri í dómstólaleiðinni.

Þessar upphæðir gátum við fengið að láni til þó nokkurns tíma á lágum vöxtum. Okkur stóð til boða að nota lán frá AGS til að fjármagna þessar upphæðir enda líta menn þar á bæ svo á að þar sé aðeins um skuldbreytingu að ræða en ekki ný útgöld. Svo skulum við ekki gleyma því að það voru til 23 milljarðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda og hefðu þeir fyrst verið notaðir áður en til greiðslu ríkisins hefði komið enda snerist málið einungis um að ríkissjóður ábyrðist lán til tryggingasjóðsins. Því hefði ríkið ekki þurft að greiða alla þessa 60 milljarða.

Til viðbótar við það að geta lent í að greiða margfalt meira en samningurinn kvað á um ef illa fer í dómsmáli þá stendur okkur ekki til boða lán á jafn hagstæðum vöxtum og við hefðum fengið samkvæmt samningum og eykur það enn á útjöld okkar ef illa fer í dómsmáli.

Það er með ólíkindum hversu stór hluti kjósenda hafi trúað þeirri fáránlegu blekingu Advice hópsina að það fælist meiri áhætta í því að fara dómstólaleiðina heldur en að samþykkja samninginn. Málflutningur þess hóps byggðist að mestu á blekingum og útúrsnúningum sem settar voru í trúverðugan búning enda oft fræðimenn sem báru hann fram.

Það hvernig landbúnaðarkerfi ESB er kemur þessu máli ekkert við. Það er einfaldlega bannað að mismuna innistæðueigendum með greiðslur úr þrotabúi banka á grunvelli þess í hvaða útibúi hans menn hafa sínar innistæður.

Sigurður M Grétarsson, 24.7.2012 kl. 10:03

identicon

Sigurður M Grétarsson viltu ekki byrja á því að segja satt áður en þú ferð að saka fólk um að kasta steinum úr glerhúsi?

60 milljarðarnir eru vaxtagreiðslur og koma því ekkert við hvað til er í innistæðutryggingasjóðnum. Sú upphæð átti að fara að fullu upp í kröfur Breta og Hollendinga. Þar fyrir utan er ekki um skuld að ræða heldur ólögvarða kröfu. Hún er byggð þvert á 7. gr. reglugerðar EB94/19. þ.e. ríki og sambærilegu lögaðili geta ekki og mega ekki bera ábyrgð gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa komið á innistæðutryggingarkerfi í samræmi við reglugerð þessa.

ESA staðfesti 2006 innistæðutryggingakerfi Íslands. Hvað ábyrgð geta íslenskir skattgreiðendur þá borið?

Gefum okkur að málið tapist hjá EFTA dómstólnum þá er þarf að sækja bætur á Íslandi. Til þess þarf að sýna fram á raunverulegt tjón. Hvert er tjónið? Að hafa ekki fengið ríkisábyrgð sem hvergi er sagt til um í lögum? Að fá meira en tryggt vegna neyðarlaganna en ella hefði verið?

Málflutningur þinn er til háborinnar skammar. Þú ætlast til þess að íslenskir skattgreiðendur taki 60 milljarða í erlendri mynt að láni á tíma þegar ekki eru einu sinni til peninga fyrir nauðsynlegum tækjum á sjúkrahús landsins.

Þá er það MR í evrópurétti að lög og gerðir séu skýr og fyrirsjáanleg. Allri bótaskyldu vegna misræmis á því er vísað til aðildarríkja. Ég á eftir að sjá það gerast að héraðsdómur og Hæstiréttur dæmi gegn íslenskum lögum.

Kæmi mér þó ekki á óvart að það væri krafa samfylkingarmanna sem vilja allt til að komast inn í esb.

Andri (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 21:30

Elle_, 6.7.2013 kl. 14:01

18 identicon

Komið þið sæl; Páll - sem og aðrir gestir, þínir !

Páll síðuhafi !

Hvar; stendur það skráð í skýin - eða á bókfell fest, að þjóðaratkvæði um skattamál, séu ''óboðleg'', ágæti drengur ?

Er gorgeir þinn; sem stærileæti í þessum efnum, ekki farin að stíga all hátt, til höfuðs þíns, Páll minn ?

Ísland; telur innan við 300 Þúsundir manna - og ætti því 10% flatur skattur að duga, á nauðsynjaveituna, alla.

Þó svo; fækka þyrfti skriftlærðum (Háskóla gengnum) afætum á fóðrum ýmissa stofnana, sem óþarfara fyrirtækja, suður í Reykjavík, til dæmis ?

Austur í Kazakhstan til dæmis; tuga Milljóna manna samfélaginu því, er að mig minnir; 13 - 14% skattur á flest, og gengur bara ágætlega, þar um slóðir.

Forheimskun; og mikilmennzku brjálæði Íslendinga, eru aftur á móti, að kolsigla öllu hér, til Andskotans, gott fólk, og því er komið - sem komið er, að sönnu.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2013 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband