Evrópuþingið staðfestir pólitískt einelti

Sérstök þingnefnd lagði til að fjórir fyrrum ráðherrar yrðu ákærðir fyrir refsiverða háttsemi í aðdraganda hrunsins; Geir H. Haarde, Árni Mathiasen, Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Að auki kom til álita að kæra Össur Skarphéðinsson sem var staðgengill Ingibjargar Sólrúnar.

Ef ákæra þingnefndarinnar hefði náð fram að ganga myndu réttarhöldin hafa verið um stjórnmálakerfið og skipulag ríkisstjórnarsamstarfs. Hinn kosturinn var að ákæra engan.

En aðeins ein ákæra var samþykkt á alþingi, þökk sé atkvæðahönnun Samfylkingar. Þingmenn flokksins komu því svo fyrir að Geir H. Haarde var einn ákærður.

Núna hefur Evrópuþingið komist að sömu niðurstöðu og almenningur á Íslandi: ákæran á hendur Geir var pólitískt einelti.


mbl.is Stjórnmálum og refsimáli gegn Geir blandað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband