Stefán Ólafs: við töpuðum ESB-umræðunni

Stefán Ólafsson prófessor og innanbúðarmaður í Samfylkingunni viðurkennir tapaðan málstaða ESB-sinna í pistli þar sem segir

við erum ekkert á leið inní ESB á næsta áratug. Andstæðingar aðildar hafa þegar unnið sigur í málinu.

ESB-sinnar töpuðu umræðunni vegna þess hversu illa var staðið að málinu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var ekki með umboð frá þjóðinni til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin neitaði þjóðaratkvæðagreiðslu og keyrði málið fram með yfirgangi.

Andstaðan við ESB-umsóknina var brennipunktur stjórnarandstöðunnar allt síðasta kjörtímabil. Klofningurinn í VG var vegna umsóknarinnar. Ríkisstjórnin tapaði Icesave-málinu vegna tengingarinnar við umsóknina.  Ólafi Ragnar Grímsson náði öruggri kosningu til forseta fyrir ári einmitt vegna þess að ESB-andstæðingar fylktu liði. Mótframbjóðandi Ólafs Ragnars var teiknaður upp sem ESB-sinni og þar með var málið dautt.

ESB-umræðan var stærsti þátturinn í stærsta kosningaósigri stjórnarflokks á Vesturlöndum frá lokum seinni heimsstyrjaldar, þegar Samfylkingin fór úr tæp 30 prósent fylgi í kosningunum 2009 í 12,9 prósent fylgi fjórum árum síðar.

ESB-umræðan breytti íslenskum stjórnmálum. Einstætt tap Samfylkingar útilokaði hvorttveggja vinstristjórn og samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þegar kurlin koma öll til grafar er líklegt að ESB-málið muni ganga af Samfylkingunni dauðri.

Já, Stefán Ólafsson, þið töpuðu ESB-málinu. Og það var ykkur sjálfum að kenna.

 


mbl.is „Forsetanum er frjálst að tjá sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því.  Og þau geta líka kennt sjálfum sér um að koma Sjálfstæðisflokknum og Framsókn til valda.  Hvernig svo sem það kemur út fyrir Ísland, það á eftir að koma í ljós. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2013 kl. 08:48

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ásthildur.

Það getur ekki versnað...er það ?

Allt atvinnulíf orðið stopp og ekkert var að ske.

Það er bjartara framundan.

Birgir Örn Guðjónsson, 7.6.2013 kl. 19:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefurðu rétt fyrir þér Birgir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2013 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband