Sunnudagur, 26. maí 2013
Karlar gengisfelldir - eða menntun
Ef samhengi er á milli mannaforráða og menntunar verða konur ráðandi kynið í stjórnunarstöðum innan tveggja eða þriggja áratuga. Konur eru í meirihluta í háskólum og þær eru duglegri í að bæta við sig meistara- og doktorsgráðum að loknu grunnnámi.
Hinn möguleikinn er að menntun verði gengisfelld til að lötu karlarnir verði áfram stjórnendur á kostnað kvenna sem bæði eru duglegri og snjallari en veikara kynið.
Það er ósköp hugguleg framtíðarsýn að konur stjórni samfélaginu í meira mæli en nú er. Vonandi verður menntun ekki gengisfelld.
Ójöfn kynjahlutföll áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.