Femínískar rannsóknir gefa sér niðurstöðu

Stærsti hluti umræðunnar um heimilisofbeldi er knúinn áfram af femínískum rannsóknum þar sem rannsakendur gefa sér fyrirfram forsendur, líkt og marxistar hér áður, og fá niðurstöðu í samræmi við það. 

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi ber saman vinnubrögð femínískra rannsókna annars vegar og hins vegar rannsókna sem ekki eru jafn gildishlaðnar.

Annars vegar eru svokallaðar femínískar leiðir þar sem byggt er á gögnum frá t.d. kvennaathvörfum, sjúkrahúsum og lögreglu. Þessi aðferð gefur til kynna að mikill meirihluti ofbeldismanna séu karlar og meirihluti þolenda konur.  Ef notaðir eru svokallaðir CTS-listar til að mæla ofbeldið, en þeir byggjast á því að leggja spurningalista fyrir úrtakshóp sem á að endurspegla þjóðina eða ákveðinn hóp fólks, þá koma allt aðrar niðurstöður.

Rannsóknir sem gefa sér niðurstöðu sem falla að fyrirframgefnu módeli eru vitanlega meira í ætt við trúarbrögð en vísindi og fræði.


mbl.is „Þú ert svo mikill aumingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband