SA + hrunráðherra = betri menntun

Samtök atvinulífsins voru klappstýrur útrásarinnar sem endaði í hruni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra í hrunstjórninni. Hún varð af segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum vegna tengsla sinna við útrásarbankann Kaupþing.

Eftir hrun gera Samtök atvinnulífsins sig gildandi í umræðu um menntamál, vilja fækka skólum og innleiða einkarekstur. Þorgerður Katrín er ráðin forstöðumaður sérstaks sviðs SA þar sem menntun og nýsköpun er undir. Þorgerður Katrín hélt hlífiskildi yfir menntaskólanum Hraðbraut sem safnaðist til feðra sinna þegar skólinn stóðst ekki faglega skoðun eftir brotthvarf hrunráðherrans.

Milljón króna spurningin er þessi: hvernig getur menntun á Íslandi batnað með aðkomu Samtaka atvinnulífsins og hrunráðherra?


mbl.is Þorgerður Katrín til SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér ekki líklegt að þetta er í samráði við Sjálfstæðisflokkin. Stefnulýsing þeirra í kosningunum var nú svona fyrir menntamál.

"Sveigjanleiki, fjölbreytni, ábyrgð og valfrelsi njóti sín í öllu menntakerfinu

Nemendur hafi raunverulegt val um skóla, hvort sem þeir eru einkareknir eða á vegum hins opinbera - fjárframlag hins opinbera til náms fylgi nemanda á öllum skólastigum" - xD.is

Stefnan varðandi heilbrigðismál er svipuð þannig að það verður gaman að sjá hvað Kristján gerir.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 14:57

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

"Milljón króna spurningin er þessi: hvernig getur menntun á Íslandi batnað með aðkomu Samtaka atvinnulífsins og hrunráðherra?"

Með því að efla endurmenntun!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.5.2013 kl. 16:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svona rætin skrif eru menntuðum ekki til framdráttar.

Ragnhildur Kolka, 24.5.2013 kl. 18:33

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Vá hélt að þessi dagur kæmi aldrei.

Við Páll Vilhjálmsson erum sammála......Hááálp..

hilmar jónsson, 24.5.2013 kl. 18:59

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Páll þetta eru ógeðfelld skrif. Hver djöfullinn er að hjá þér? Lokaðu færslunni.

Kristinn Pétursson, 24.5.2013 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband