Verslunin er verðbólguvaldur

Hagnaðartölur stóru matvörurisanna sýna svart á hvítu að verslunin skilar ekki gengishagnaði sem með réttu ætti að fara til neytenda. Undanfarna mánuði hefur gengi krónunnar styrkst jafnt og þétt án þess að verslunin lækki vöruverð.

Um leið og gengið lækkar hækkar verslunin óðara vöruverðið sem aftur leiðir til verðbólgu og vaxtahækkana. Verslunin er sjálfstæður verðbólguvaldur, eins og forseti ASÍ bendir á.

Í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar er svikamyllan staðfest: ,,Stofnunin segir, að niðurstöðurnar staðfesti þannig þær fullyrðingar, sem oft sé varpað fram, að viðbrögð fyrirtækja séu ólík eftir því hvort gengi styrkist eða veikist."

Stóru matvörurisarnir hafa forgöngu um svindlið á neytendum. Það hlýtur að vera verkefni að brjóta upp fákeppnisfyrirkomulag matvöruverslunarinnar.

 


mbl.is Hátt verðlag kalli á launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband