Þjóðin kaus af sér byltingaröflin

Búsáhaldabyltingin skolaði á land meirihluta vinstrimanna vorið 2009. Í fjögur ár hömuðust VG og Samfylking við tilraunir til að breyta Íslandi. ESB-umsóknin, afneitun krónunnar, uppstokkun á stjórnarskrá og aðför að sjávarútvegi og landbúnaði voru allt liðir í þjóðfélagstilraunum vinstriflokkanna.

Þjóðin hafnaði byltingaröflunum í kosningum á laugardag. Þjóðin vill frið fyrir óreiðustjórnmálum. Skilaboðin úr kjörkössunum voru eins ótvíræð og hugsast getur. Samfylkingin með sín 12,9 prósent og VG með 10,9 prósent eru sett til hliðar sem stjórnmálaöfl til að þau geti hugsað sinn gang.

Afneitun Árna Páls á kosningaúrslitunum sýnir pólitískt taugaáfall vinstrimanna í hnotskurn. Það er ekki eftirspurn eftir byltingu og skæruliðarnir standa á berangri.


mbl.is Kannast ekki við viðtal við BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Aðeins um umboðið til að breyta þjóðfélaginu.Í sjálfu sér voru þessir flokkar,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ekki kosnir til þess-ekkert frekar en vinstri flokkarnir.Í svona stórum og afgerandi málum eins og stjórnarskrárbreytingu og ESB aðild á að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu umhvert einstakt mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.4.2013 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband