Össur afsannar gamlan brandara

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingar á brýnt erindi við sjálfstæðismenn og skrifar grein í Morgunblaðið til að ná eyrum þeirra. Tilefnið er umræða um endurreisnarskýrslu sem nokkrir sjálfstæðismenn skrifuðu kortéri eftir hrun. Í skýrslunni töldu hrunverjar í Sjálfstæðisflokknum sig gera upp við fortíðina og sjá framtíð án fangelsisdóma yfir auðmönnum.

Í skýrslunni sagði að nú féllu öll vötn til Brussel. Bjargráð Íslands væri að ganga Evrópusambandinu á hönd. Halldór Jónsson verkfræðingur og bloggari var á landsfundinum sem skýrslan var lögð fram. Hans mat er að um fimm prósent landsfundarmanna hafi stutt tillögugerð skýrslunnar en 95 prósent verið á móti.

Aðalhöfundur skýrslunnar er Vilhjálmur Egilsson, sem stjórnaði Samtökum atvinnulífsins í umboði Jón Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar. Ásamt Vilhjálmi er leggur Benedikt Jóhannesson sig fram um að skálda upp stuðning sjálfstæðismanna við endurreisnarskýrsluna. Benedikt er annars þekktur fyrir að setja rýting í bakið á formanni Sjálfstæðisflokksins, draga síðan hnífinn út aftur og kalla góðverk. 

Össur mærir þá Vilhjálm og Benedikt í bak og fyrir. Ókunnugum kann að koma það spánskt fyrir sjónir að frammámaður í Samfylkingu gefi sér tíma frá önnum kosningabaráttunnar að strjúka meðhárs meintum pólitískum andstæðingum. Ástæðan er að þegar hillir í endalok stjórnmálaferils Össurar er honum í mun að afsanna brandara sem er jafngamall stjórnmálaþátttöku utanríkisráðherra.

,,Össur talar aldrei illa um neinn," segir brandarinn og eftir kúnstpásu kemur niðurlagið, ,,sem kemur á eftir honum í stafrófinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband