Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Össur afsannar gamlan brandara
Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra og fyrrum formađur Samfylkingar á brýnt erindi viđ sjálfstćđismenn og skrifar grein í Morgunblađiđ til ađ ná eyrum ţeirra. Tilefniđ er umrćđa um endurreisnarskýrslu sem nokkrir sjálfstćđismenn skrifuđu kortéri eftir hrun. Í skýrslunni töldu hrunverjar í Sjálfstćđisflokknum sig gera upp viđ fortíđina og sjá framtíđ án fangelsisdóma yfir auđmönnum.
Í skýrslunni sagđi ađ nú féllu öll vötn til Brussel. Bjargráđ Íslands vćri ađ ganga Evrópusambandinu á hönd. Halldór Jónsson verkfrćđingur og bloggari var á landsfundinum sem skýrslan var lögđ fram. Hans mat er ađ um fimm prósent landsfundarmanna hafi stutt tillögugerđ skýrslunnar en 95 prósent veriđ á móti.
Ađalhöfundur skýrslunnar er Vilhjálmur Egilsson, sem stjórnađi Samtökum atvinnulífsins í umbođi Jón Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar. Ásamt Vilhjálmi er leggur Benedikt Jóhannesson sig fram um ađ skálda upp stuđning sjálfstćđismanna viđ endurreisnarskýrsluna. Benedikt er annars ţekktur fyrir ađ setja rýting í bakiđ á formanni Sjálfstćđisflokksins, draga síđan hnífinn út aftur og kalla góđverk.
Össur mćrir ţá Vilhjálm og Benedikt í bak og fyrir. Ókunnugum kann ađ koma ţađ spánskt fyrir sjónir ađ frammámađur í Samfylkingu gefi sér tíma frá önnum kosningabaráttunnar ađ strjúka međhárs meintum pólitískum andstćđingum. Ástćđan er ađ ţegar hillir í endalok stjórnmálaferils Össurar er honum í mun ađ afsanna brandara sem er jafngamall stjórnmálaţátttöku utanríkisráđherra.
,,Össur talar aldrei illa um neinn," segir brandarinn og eftir kúnstpásu kemur niđurlagiđ, ,,sem kemur á eftir honum í stafrófinu."
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.