Allt pólitíska litrófið gegn ESB-aðild

Miðjan í íslenskum stjórnmálum, Framsóknarflokkurinn og stærsti hluti Sjálfstæðisflokksins, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Róttækir vinstrimenn í Alþýðufylkingunni eru á móti aðild. Hægrimenn í Andríki leggjast gegn aðild.

Sérstök samtök vinstri-grænna, Regnboginn, voru sett saman til að fyrrum kjósendur VG gætu örugglega greitt fullveldisframboði atkvæði sitt,- minnugir svikanna frá 16. júlí 2009.

Kratar eins og Jón Baldvin og Stefán Ólafsson eru vantrúaðir á að ESB-aðild sé æskileg framtíðarsýn.

Þegar formaður Samfylkingar, a.m.k. í orði kveðnu, segist ætla halda fast við stefnu flokksins í Evrópumálum er samhengið að flokkurinn verði fremur lítill sértrúarflokkur en að slá af ESB-stefnunni.

Aðeins ólæsir á stjórnmál halda að ESB-umsókn Samfylkingar eigi sér líf eftir 27. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer held ég að þessi ESB hryllingur sé dauð grýla.  Bara spurning hvar standa þau þá Árni Páll og Katrín Júlíusdóttir sem ennþá eru að rembast við að segja okkur að engu verði bjargað hér nema með evru, nú eða Guðmundur Steingríms sem heldur því sama á lofti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2013 kl. 14:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er það annars ekki landráð að tala niður gjaldmiðil þjóðar eins og Árni Páll og fleiri hafa ítrekað gert?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2013 kl. 14:32

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - það er á brattan að sækja fyrir já menn en skoðun

"Róttækir vinstrimenn í Alþýðufylkingunni"

"Hægrimenn í Andríki"

og

"Sérstök samtök vinstri-grænna, Regnboginn"

skiptir nú sennilega ansi litlu máli í dag

Rafn Guðmundsson, 17.4.2013 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband