Fimmtudagur, 4. apríl 2013
Víkingar og félagslegur hreyfanleiki
Stéttskipting var víkingum framandi. Ætterni og afrek manna réðu mestu um virðingu þeirra. Afrekin voru ekki endilega sigrar í bardögum, skáldskapur og frásagnalist gerðu menn einnig fræga.
Arfleifð víkinganna í íslensku samfélagi er að stéttskipting hefur aldrei fest hér rætur með viðlíka hætti og í Evrópu. Mennt og menning aðskildi þjóðfélagsstéttir í Evrópu auk fjárhagslegrar stöðu. Hér á landi voru sumir efnaðir en aðrir fátækir, eins og gengur, en kotbóndinn og héraðshöfðinginn tilheyrðu sömu menningunni.
Einsleitt samfélag skóp forsendur fyrir félagslegan hreyfanleika hér á landi, sem þekkist tæplega annars staðar í Evrópu. Gáum að því, eins og ágætur pælingablaðamaður á Þjóðviljanum sagði gjarnan í lok pistils.
Voru víkingarnir glysgjarnir uppar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afleiðingin er sú að við erum öll smákóngar sem kunna enga hógværð.
Þú minntist ekki orði á stöðu kvenna sem þessar rannsóknir leiða í ljós.
Svo virðist sem konur hafi verið velmegandi og sjálfstæðar á víkingatíma.
Þær eru að verða það í auknum mæli núna líka. Aftur.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2013 kl. 22:46
Reigðar valdamiklar frekjudósir á þingi,bera því vitni Guðmundur.
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2013 kl. 23:05
Þetta er náttúrulega ekki rétt.
þetta er auðvitað samt flókið mál og ekkert gott að skilgreina í stuttu máli.
Víkingar voru auðvitað margskonar en ef átt er við víkinga í þeirri merkingu að menn fóru af heimaslóð sinni til rána, morða og illvirkja - þá var auðvitað mest virðing borin fyrir þeim sterkasta. Sem rændi og stal sem mestu. þetta er bara íköld staðreyndarnálgun og má jafnvel enn sjá með einum eða öðrum hætti hjá frumstæðum ættbálkum. Sá sterkasti = Mesta virðing. (Hinsvegar kemur ýmislegt inní og oft er ákveðinn rammi um slík illvirki og ránsskap hjá frumstæðum ættbálkum og ef farið er útfyrir hann þykir það ekki par fínt)
Jafnframt var í gegnum aldirnar alveg sama stéttaskipting hér og í Evrópu. Sem vonlegt var enda Ísland hluti af Evrópu. Það var himinn og haf milli 1-5% innbyggjara og 95-99%. Himinn og haf. Toppurinn lifði í vellystingum og barði undirsáta reglulega í hausinn.
Þetta heldur svo áfram fram á okkar daga. Núna nota menn kjánaþjóðrembingslurkinn mikið og berja innbyggjara reglulega í hausinn með honum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2013 kl. 23:23
Aha, Ómar þið eruð að verða uppiskroppa með lurka góði minn,þeir brotna allir á þykkum hausum ,,okkar.,, Náttúran batt þannig um hnútana, svo stóri heilinn okkar skaddaðist ekki, því annars hefðum við dáið út, bara heilalausir eftir!!!
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2013 kl. 23:49
Ómar , öll þín skrif eru ómengaður evrópskur þjóðrembingur af verstu gerð.
Snorri Hansson, 5.4.2013 kl. 03:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.