Dómgreindarleysi Bjarna Ben staðfest

Fylgisaukning Framsóknarflokksins kemur að stærstum hluta frá kjósendum sem ýmist kusu Sjálfstæðisflokkinn eða VG í síðustu kosningum, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar.

Fyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem flykkjast til Framsóknarflokksins gera það af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að Framsóknarflokkurinn losaði sig við hrungóssið í þingliðinu og í öðru lagi vegna staðfestu flokksins í fullveldismálum. 

Útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi, þar sem hann gaf til kynna að hann myndi ekki virða landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins, var beinlínis hvatning til þeirra kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem láta fullveldisafstöðuna ráða ferðinni, til að kjósa Framsóknarflokkinn.

Verkefni Bjarna Benediktssonar ætti að vera að sannfæra kjósendur um að staðfesta Sjálfstæðisflokksins í fullveldismálum sé óbiluð. Í stað þess mylur formaðurinn undir sértrúarsöfnuðinn sem vill Ísland í Evrópusambandið. Uppskeran er líka eftir því.

 


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Að fá Davíð að borðinu var eina vonin fyrir flokkinn, en orðið of seint. Hanna Birna var helsta vonin , en hún sýndi sittt ESB fés um daginn er hún hvað Landsfundinn hafa farið offari í ESB málum.

Sannir Sjálfstæðismenn sjá því helst von í að vinna eftir samþykktum flokksins með að kjósa Framsóknarflokkinn.

Eftir næstsíðustu kosningar voru Framsóknarmenn sviknir af Sjálfstæðisflokknum, eftir að stjórnin hélt velli. þar fóru þær fremstar samstöllurnar Þorgerður og Sólrún . Þá var mynduð stjórn með erkióvininum sem að líkum var aldrei heill í starfi, hljóp undan merkjum er tækifæri gafst og kannaðist svo ekki  við eitt né neitt.

Við sannir Sjálfstæðismenn kjósum Framsókn nú og vonum að Sjálfstæðisflokkurinn taki til í skottinu fyrir þarnæstu kosningar sem verða svo ekki langt undan.

K.H.S., 28.3.2013 kl. 09:43

2 identicon

Gleymum því ekki að Framsókn hefur alltaf fengið meira upp úr kjörkössunum heldur en skoðanakönnunum, svo það horfir í nýtt pólitískt landslag eftir kosningar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 09:58

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

18% sem kusu Samfylkinguna ætla að kjósa Framsóknarflokkinn.

Þessi staðreynd flýgur beint í gegnum kenninguna þína og gerir hana hlægilega.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2013 kl. 10:42

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það var slæmt fyrir Sjálfstæðismenn að kjósa Bjarna Ben í upphafi sem Formann,manni sem vill spila einleik og hefur ekkert pólitíksvit.........

Vilhjálmur Stefánsson, 28.3.2013 kl. 11:03

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan - Þessi kenning Páls styrkist einmitt við það að skoða hvernig fylgið færir sig milli flokka því að 18% sem virðast flýja Samfylkinguna yfir til Framsóknar.

Er einmitt sá hluti kringum 20- 25% sem ekki hefur stutt þennan Brussel leiðangur Samfylkinarinnar. Eins og ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum undanfarin ár.

Þetta sýnir alveg klárt og kvitt að aðal ESB/EVRU flokkurinn Samfylkingin er orðin smá flokkur og býður afhroð tapar 60% af fylgi sínu.

Samtals eru svo ESB flokkarnir það er Samfylkingin, BF og flokkurinn hans Þorvaldar Gylfasonar aðeins að mælast með innan við 25% fylgi.

Allar sögusagnir og samsæriskenningar spunameistarana um að stórkostlegt fylgi myndi flýja frá Sjálfsstæðisflokknum og Framsókn vegna harðrar ESB andstöðu þessara flokka og yfir á Samfylkinguna, BF og Lýðræðisvaktina hefur aðeins reynst enn ein tálsýn þessara spunameistara !

Þessi ESB- framboð njóta sára lítils fylgis enda eru þau sami óæti grautar vellingurinn í þremur mismunandi skálum !

Gunnlaugur I., 28.3.2013 kl. 12:42

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svo kemur þatta alveg ágætlega og skýrt fram í kommenti KHS hér að ofan en hann segir að sannir Sjálfsstæðismenn eins og hann kjósi Framsókn vegna veiklyndis flokksforystunnar í ESB andstöðunni, þó svo að stefna flokksins sé skýr í þeim málum !

Þannig að engar samsæriskenningar spunadeildar ESB trúboðsins ganga upp !

Gunnlaugur I., 28.3.2013 kl. 12:46

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alvöru Sjálfstæðismenn kjósa ekki eftir ESB skoðun. Það er annað og meira sem skiptir alvöru Sjálfstæðismenn máli.

Þeir sem elta ESB umsóknina með skottið á milli labbana eru bara titlingaskítir sem geta ekki rætt neitt nám nema ESB. Gunnlaugur er dæmi um mann sem hefur ekki þekkingu né vitsmuni að opna á sér munninn án þess að nefna ESB.

Sorglegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2013 kl. 15:15

8 Smámynd: K.H.S.

Alvöru Sjálfstæðismenn kjósa í næstu kosningum fyrst og fremst um ESB og sjálfstæði Íslands..

Ef þú telur ekki, þá ert þú þar ríðandi á villiköttum strá og puff.

K.H.S., 28.3.2013 kl. 17:36

9 Smámynd: Elle_

Væri ekki nær að segja alvöru menn kjósa með fullveldi og sjálfstæði Íslands?  Skiptir nokkru hvort það eru sjálfstæðir flokksmenn eða sjálfstæðir villikettir?  Villikettirnir voru vitið sem VG tapaði.

Elle_, 28.3.2013 kl. 18:57

10 Smámynd: K.H.S.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik Framsókn eftir að stjórn þeirra hélt velli eftir næstsíðustu kosningar og myndaði stjórn með erkióvininum að undirlagi Þorgerðar Katrínar og annarra laumusamverja innan flokksins. Þar fór sem fór Geir fíflaður og síðar þakkað með ævarandi neglingu á spjald sögunnar. Nú treystum við ekki Bjarna fyrir málum, eftir margan vingulinn og hrukkum einnig í kút, er Hanna Birna fór að vola utan í Samspillinguna með að Landsfundur hafi farið offari. Sannir Sjálfstæðismenn kjósa Framsókn meðan þaðan er helst að vænta að stefnumálum flokksins sé fylgt.

Bjarni gerði í buxurnar í Stjórnlagaráðsmálinu á ógleimanlegan asna og aulahátt. Hann færði Jóhönnu pálmann í hendurnar með að hvetja til þáttöku í atkvæðagreiðslunni. Eyðilagí þar með mótmæli þeirra Sjálfstæðismanna og annarra sem  ákváðu að taka ekki þátt og kjósa ekki. Taka ekki þátt í ólöglegu athæfi.

Það gerðist einu sinni íi Afríkuríki að efnt var til kosninga. Það sem um var að velja var hvort þáverandi einræðisherra sæti áfram að völdum eða konan hans. FÁIR mættu og mótmæltu þar með þessum fáránlegu kosningum. Fjöldi þeirra sem ekki mættu var talinn styrkur stjórnarandstöðunnar.
Þeir sem sitja heima þegar fáránleikinn er auðsær eru atkvæði hér sem og og í Afríku.Atkvæði sem segja sögu.

K.H.S., 28.3.2013 kl. 19:33

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er skelfilegt Páll.

Kominn tími á að fá Hannes Hólmstein, Árna Johnsen og Guðlaug þór og Þorgerði Katrínu í málið.

hilmar jónsson, 28.3.2013 kl. 19:41

12 Smámynd: K.H.S.

Elle. Ég var að svara punti og puffi, en get verið þér sammála.

K.H.S., 28.3.2013 kl. 19:46

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég verð stundum sorgmæddur þegar ég les svona mikla þvælu.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2013 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband