Mánudagur, 25. mars 2013
Viðskipti, þjófnaður og Kaupþing
Innherjar í Kaupþingi lánuðu sjálfum sér gegn engum tryggingum til að kaupa hlutabréf í bankanum. Samhliða voru með sviksamlegum hætti stunduð þykjustuviðskipti til að halda uppi hlutabréfaverðinu.
Þegar halla tók undan fæti tók innherjarnir á það ráð að láta bankann gefa sér hlutabréfin. Þeir komust upp með undabrögðin sem voru með hlutabréfaeignina skráða á kennitölu einkahlutafélags, sem þá var látið fara á hausinn.
Aðrir en innherjar, lífeyrissjóðir og einstaklingar þar á meðal, sátu eftir með sárt ennið þegar Kaupþing fór á hausinn.
Ef innherjarnir fá ekki makleg málagjöld er búið að lögleiða þjófnað á Íslandi.
Stórfelld og ólögmæt íhlutun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.