Gjaldeyrishöft á Kýpur, bankar lokaðir

Í evru-ríkinu Kýpur eru bankar lokaðir og óljóst hvenær þeir opna á ný. Hraðbankar starfa samkvæmt gjaldeyrishöftum - eingöngu má taka út 100 evrur á dag af hverjum reikningi.

Niðurstaða Evrópusambandsins í málefnum Kýpur er að annar af tveim stærstu bönkum eyjunnar fari í gjaldþrot en innistæður undir 100 þús. evrum verða færðar í Kýpurbanka sem á að halda gangandi.

Kýpur er fimmta evru-ríkið sem er komið á neyðarframfærslu Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hin eru Írland, Grikkland, Portúgal og Spánn.

Lánveitendur kýpversku bankanna munu missa nær allt sitt. Líklega eykur það ekki traust á bankakerfi evru-landa.


mbl.is Sáttur við samkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það meiri frétt, það fordæmi að ESB hafi þjoðnýtt, eða rænt öllum innistæðum yfir 100.000€ í Laika bankanum til að uppfylla eigin lánaskilyrði. Og lána svo svipaða upphæð til Kýpur. Stela semsagt frá lántaka til að lána honum.

Þvílíkt sælurríki sem þetta er orðið. Nú getum við endanlegamhætt að treysta bankakerfinu,

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband